
Nemendaþing og skipulag síðustu dagana í maí
Veðurblíðan hefur leikið við nemendur og starfsfólk skólans undanfarið en starfið hefur einkennst af mikilli útiveru í bland við námsmat og verkefnalok. Einnig hafa nemendur með aðstoð kennara sinna verið að sinna fjórða og síðasta þemaverkefni vetrarins sem er um heimabyggðina. Því verkefni lýkur með nemendaþingi þar sem nemendur kynna verkefni sín og fá tækifæri til að koma sínum skoðunum varðandi heimabyggðina á framfæri. Fulltrúum úr íbúasamtökunum Átaki og bæjarstjórn hafa verið boðnir formlega á þingið.
Foreldrar og aðrir áhugasamir eru velkomnir á nemendaþingið.
Nemendaþingið verður þriðjudaginn 20. maí "á sal" skólans.
Hér til hliðar má sjá skipulag síðustudaga skólaársins.