
Sýnum áhuga
Börn nota Netið á fjölbreyttan hátt og margt af því sem þar er að finna er bæði gagnlegt og fróðlegt.
- Spurðu börnin þín um þau smáforrit sem þau nota, vefsíður sem þau heimsækja og tölvuleiki sem þau spila og taktu síðan fram hvað þér finnst vera jákvætt og skemmtilegt.
- Ræddu líka við þau um það sem veldur þér áhyggjum eða þú hefur einhverjar efasemdir um.
- Hugsaðu í lausnum, ef barn er að spila tölvuleik sem er ekki við hæfi þess, er hægt að finna eitthvað annað sambærilegt?
- Í stað þess að vera með boð og bönn er betra að ræða við barnið og komast að samkomulagi um þær vefsíður eða þá tölvuleiki sem barn fær að skoða og spila, það er yfirleitt vænlegra til árangurs.
Tekið af barn.is
Frekari upplýsingar fyrir foreldra um skjánotkun má finna hér