Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 25. mars 2025

Þemadagar-opið hús

Byggingartækni
Byggingartækni
1 af 3

Nú standa þemadagar sem hæðst hjá okkur í skólanum.

Þemað er "Tækni" og liður að samþættingarverkefni sem við erum að vinna með G.S. og G.Ö. Hinir skólarnir eru að undirbúa árshátíð og þar sem við skelltum í okkar árshátíð í nóvember ákváðum við að nota þemadaga til að fara á dýptina og blanda tækini og þróun við ræktun og sjálfbærni. Einnig hafa hóparnir verið að spá í matarhefðum og hvernig þær hafa þrósast ásamt tækni.

 

Fimmtudaginn 27.mars verður opið hús í skólanum þar sem nemendum gefst tækifæri til að sýna foreldrum og ömmum og öfum afrasktur vinnu sinnar. Það verður kaffi á könnunni og mögulega eitthvað til að maula ef vel tekst til.

 

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 10. mars 2025

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 2025

Sigurvegarar stóru upplestrarkeppninnar 2025, Freyja Dís (1. sæti) Iðunn Ósk (2. sæti) og Anna Ásgerður (3.sæti)
Sigurvegarar stóru upplestrarkeppninnar 2025, Freyja Dís (1. sæti) Iðunn Ósk (2. sæti) og Anna Ásgerður (3.sæti)
1 af 3

Á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin var á Ísafirði fimmtudaginn 6. mars sl. tóku nemendur frá Grunnskólanum á Ísafirði, Grunnskóla Bolungarvíkur, Grunnskólanum á Þingeyri og Grunnskólanum á Suðureyri þátt. Nemendurnir lásu upp úr bókinni Draumurinn eftir Hjalta Halldórsson, ljóð úr bókinni Allt fram streymir og ljóð að eigin vali.

 

Freyja Dís Hjaltadóttir frá Grunnskólanum á Þingeyri varð í fyrsta sæti. Í öðru sæti var Iðunn Ósk Bragadóttir frá Grunnskólanum á Ísafirði og í þriðja sæti Anna Ásgerður Hálfdánsdóttir frá Grunnskólanum á Ísafirði.

 

Keppnin var mjög spennandi og nemendurnir stóðu sig allir vel. Hafdís Gunnarsdóttir var kynnir keppninnar. Dómarar keppninnar voru Heiðrún Tryggvadóttir, Tinna Ólafsdóttir, Jóhanna Ása Einarsdóttir, Eiríkur Örn Norðdahl og Ólafur Guðsteinn Kristjánsson. Penninn/Eymundsson og Landsbankinn gáfu verðlaunin að þessu sinni.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 24. febrúar 2025

Netöryggi barna og unglinga

Mynd frá SAFT
Mynd frá SAFT
1 af 3

Hér fylgja nokkrir hlekkir sem gott er að kynna sér: 

 

Hér eru leiðbeiningar fyrir foreldra þar sem farið er í netöryggi, persónuvernd, samfélagsmiðla, tölvuleiki, friðhelgisstillingar, skjátíma, algóritma og ýmislegt fleira með umræðupunktum fyrir foreldra. 

 

Miðlalæsi.is - Á vefsíðunni miðlalæsi.is eru sex myndbönd um samfélagsmiðla og líðan barna, fréttir og falsfréttir, áhorf á klám og hatur og einelti á netinu. Þar er einnig að finna kennslustuðningsefni fyrir kennara með hverju myndbandi ásamt ítarefni og verkefnum til að nota í kennslu.

   

Vefur Netumferðarskólans (www.netumferdarskolinn.is) er kominn í loftið! Þar er að finna upplýsingar um jafnvægi í skjátíma, aldursmerkingar, aldursmat samfélagsmiðla o.fl. 

 

Skjárinn og börnin – Heilsuvera - https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/throskaferlid/uppeldi-barna/skjarinn-og-bornin/

Skjátímaviðmið fyrir börn og ungmenni. Börn í dag alast upp í umhverfi sem er hlaðið tækjum og með stöðugum tækninýjungum. Með skynsamri umgengni við þessi tæki geta þau verið hluti af góðu uppeldi. Fyrstu kynni barna af snjalltækjum ættu alltaf að fara fram undir handleiðslu foreldra, forsjáraðila og/eða annarra fullorðinna.

 

112.is – Netöryggi - https://www.112.is/netoryggi

Samskipti fara æ oftar fram á netinu. Mikilvægt er að vita hvaða hegðun er í lagi, hvaða hegðun er óviðeigandi og hvað eigi að gera þegar stafrænt ofbeldi á sér stað. Lærðu hvernig þú getur bætt öryggi þitt og þinna á netinu. 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | sunnudagurinn 16. febrúar 2025

Handbók um einelti og vináttufærni

Einelti fer gjarnan fram þar sem fullorðnir sjá ekki til, oftar en ekki í símunum.
Einelti fer gjarnan fram þar sem fullorðnir sjá ekki til, oftar en ekki í símunum.
Við þurfum alltaf að vera á verði er kemur að líðan og hegðun barna okkar. Skólinn hefur stuðst við efni þessarar handbókar þegar upp koma mál í samskiptum nemenda. 
 

Megináhersla er lögð á forvarnir, fróðleik og hagnýt ráð. Handbókin hentar foreldrum, fagfólki sem vinnur með börnum sem og börnunum sjálfum. Hvetjum alla foreldra og starfsfólk skóla til að kíkja í þessa handbók með því að klikka hér.

 

Í G.Þ. eru alskyns nemendur með fjölbreyttar þarfir, sumir með greiningar og aðrir ekki. Allir eiga rétt á því að fá að vera þeir sem þeir eru án þess að vaða yfir mörk og lifa með reisn.

 

G.Þ. er fjölmenningarlegur skóli þar sem tekið er tillit til mismunandi þarfa einstaklinga hvort sem þeir koma frá öðru landi, séu fatlaðir eða ekki.

 

Góðvild og umhyggja kostar ekkert. 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 12. febrúar 2025

Sýnum áhuga

Komdu fram við aðra á Netinu eins og þú vilt láta koma fram við þig og mundu að sömu reglur gilda um samskipti á Netinu og annars staðar.
Komdu fram við aðra á Netinu eins og þú vilt láta koma fram við þig og mundu að sömu reglur gilda um samskipti á Netinu og annars staðar.

Börn nota Netið á fjölbreyttan hátt og margt af því sem þar er að finna er bæði gagnlegt og fróðlegt.

  • Spurðu börnin þín um þau smáforrit sem þau nota, vefsíður sem þau heimsækja og tölvuleiki sem þau spila og taktu síðan fram hvað þér finnst vera jákvætt og skemmtilegt.
  • Ræddu líka við þau um það sem veldur þér áhyggjum eða þú hefur einhverjar efasemdir um.
  • Hugsaðu í lausnum, ef barn er að spila tölvuleik sem er ekki við hæfi þess, er hægt að finna eitthvað annað sambærilegt?
  • Í stað þess að vera með boð og bönn er betra að ræða við barnið og komast að samkomulagi um þær vefsíður eða þá tölvuleiki sem barn fær að skoða og spila, það er yfirleitt vænlegra til árangurs.

Tekið af barn.is

Frekari upplýsingar fyrir foreldra um skjánotkun má finna hér

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 3. febrúar 2025

Þorrblót G.Þ. 2025

Þorrablót G.Þ. verður föstudaginn 6. febrúar kl. 18-20. Nemendaráð og kennarar sjá um skemmtunina. Nemendur mæta með eigin þorramat allavega 2 tegundir. Halur og snót verða krýnd en það eru drengur og stúlka með flestar tegundir af þorramat og borða hannWink
 
Það má koma með sælgæti og gos. Gleðin endar með diskóballi.
Hvetjum alla til að mæta. Aðgangseyri er 500 kr. sem rennur til nemendaráðs skólans. 
Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 17. desember 2024

Liltu jólin

Hneturbrjótur málverk eftir nemanda á miðstigi
Hneturbrjótur málverk eftir nemanda á miðstigi

19. desember verða „Litlu jólin“ kl. 10-12:10

Nemendur mæta í skólann kl. 10 spariklædd með jólalegt nesti (t.d. gos, safa, smákökur, sælgæti) og lítinn pakka í pakkaskipti (gjöf sem kostar ca. 1000-1500 kr.). Endilega koma með lítið kerti til að búa til stemmningu upp í stofu.

 

Dansað verður í kringum jólatréð, hver veit nema jólasveinar kíki í heimsókn eftir notalega stund upp í heimastofu hvers og eins með sínum umsjónarkennara.

 

Minnum alla á að lesa þó að það séu að koma jól- lestur er lykillinn að ævintýrum!

Sýnum hugrekki og góðvild.

 

Skólinn byrjar aftur eftir jólaleyfi 6. janúar kl. 8:10

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 13. desember 2024

Rauðurdagurinn-Huggulegt opið hús

Hugvekja á rauðum degi-nemendur, börnin á Laufási og gestir opna húss
Hugvekja á rauðum degi-nemendur, börnin á Laufási og gestir opna húss
1 af 4

Í dag var rauðurdagur í G.Þ. Þá komu nemendur og starfsfólk í einhverju rauðu til að búa til skemmtilega rauða stemmningu.

Á rauðum degi er opið hús þar sem nemendur sýna verkefni sín úr áhugasviði. Áhugasvið er einu sinni í viku hjá öllum aldurshópum og í þeim tímum fá nemendur tækifæri til að vinna verkefni út frá sínum áhuga og hugmyndum. Verkefnin eru því alskonar og fjölbreytt. 

Í dag hófum við opna húsið á hugvekju sem Hildur Inga skóknarprestur flutti. Hún náði á sinn einstaka hátt að hrífa bæði börn og fullorðna með sér í hugvekju um frið og góðvild. Því næst spiluðu nemendur tónllistaskólans undir stjórn Skúla Mennska jólalög á gítar. Halloween þemaverkefni var sýnt og stuttmynd frá nemendum á elsta stigi. 

 

Til þessa að hafa opna húsið huggulegt var boðið upp á heitt súkkulaði og skólagerðar LU kökur sem nemendur bökuðu á skreytingardaginn.

 

Takk fyrir komuna og leyfum ljósum hvers og eins og loga svo allir finni frið

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 19. nóvember 2024

Árshátíð G.Þ.

Auglýsingagerð: Nanna Björg
Auglýsingagerð: Nanna Björg

Árshátíð G.Þ. verður fimmtudaginn 21. nóvember. Nemendur á elsta stigi og miðstigi hafa undanfarnar vikur verið að semja æfa leikrit þar sem persónur úr ævintýrum fjalla um mikilvægi vináttu og læra af mistökum. Nemendur á yngsta stigi ætla að syngja og leika Minkinn í hænsnakofanum.

 

Fyrri sýning er kl. 10 og börnin á Laufási koma fram. Ávextir í boði í hléi.

Seinni sýning verður kl. 19:30 og sjoppa í hléi.

 

Aðgangseyrir er 2000 kr. fyrir 18 ára og eldri.


Allur ágóði rennur í ferðasjóð nemenda.

Af mistökum lærum við margt. Hlökkum til að sjá ykkur.

 
Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 12. nóvember 2024

Saman gegn einelti

Sáttmáli G.Þ. gegn einelti 2024-25
Sáttmáli G.Þ. gegn einelti 2024-25
1 af 5

8. nóvember er baráttudagur gegn einelti ár hvert. Í tilefni þess héldum við fund "á sal" þar sem við fórum saman yfir það hvað er einelti og hvernig hægt er að sporna við því. Dagur gegn einelti tengist 2. grein Barnasáttmálans um jafnræði og bann við mismunun. 

  • Börn eiga að njóta réttinda án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana, ætternis, fötlunar, félagslegrar stöðu eða annarra aðstæðna þeirra ogstöðu.

  • Í 3. grein er svo fjallað um það sem er barninu fyrir bestu, að börn eiga að njóta verndar og umömmunar.

 

Eftir fundinn bjuggum við til sáttmála sem fellst í því að við samþykkjum ekki einelti í skólanum okkar. Nemendur stympluðu hendina sína á efni sem verður hengdt upp á vegg til að minna okkur á. Umsjónarkennarar héldu umræðum áfram og bekkjarsáttmáli skoðaður í námshópum.

 

Góðmennska er allrabesti ofurkrafturinn sem allir geta æft sig í.

Áætlun gegn einelti má finna hér (á heimasíðuskólans). Áæltunin var einnig send á foreldra og kennara í tölvupósti.

 

Fyrri síða
1
234567505152Næsta síða
Síða 1 af 52
« 2025 »
« Mars »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón