Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 24. október 2012

Verðlaun í hár, hönnun og förðun

Verðlaunagripurinn
Verðlaunagripurinn

Eins og áður hefur komið fram tóku nemendur þátt í íþróttahátíðum dagana 11. og 12. október. 8.-10. bekkur þreyttu keppni á Íþróttahátíðinni í Bolungarvík í fótbolta, körfubolta, badminton, skák og grein þar sem nemendur keppa í hár, hönnun og förðun. Þemað í hár, hönnun og förðun er mismunandi í hvert skipti og í ár var það "Goth". Lið B gerði sér lítið fyrir í hár, hönnun og förðun keppninni og kom heim með titil í safnið. Agnes, Særós, Dýrleif og Brynjar til hamingju. Einnig er vert að minnast á að Jóhanna varð önnur af stelpunum í badminton. Myndir frá íþróttahátíðinni eru komnar inn í myndasafnið hér til vinstri.

1.-7. bekkur tóku svo á móti jafnöldrum sínum frá Flateyri, Suðureyri og Súðavík á sameigilegum leikja-og íþróttadegi sem orðinn er árviss atburður og skólarnir skiptast á að sjá um. Yfirskrift leikanna var "Samvinna gerir okkur sterkari". Nemendur unnu saman að mismunandi verkefnum þar sem allir gerðu sitt besta og skemmtu sér vel eins og sjá má í myndasafni.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 9. október 2012

Leikja-og íþróttahátíð á Þingeyri

"frá hátíðinni 2011 í Súðavík"

 Föstudaginn 12. október verður efnt til sameiginlegrar hátíðar nemenda í 1.- 7. bekk frá Súðavík, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri í Íþróttamiðstöðinni á Þingeyri. Ekki er um keppni að ræða milli skólanna heldur eru fyrirfram myndaðir hópar þar sem blandað er saman nemendum úr öllum skólunum. Með þeim hætti ná nemendur frá skólunum að kynnast og vinna saman. Settar eru upp 8 mismunandi stöðvar sem nemendur fara á milli og leysa mismunandi verkefni. Öll eru þau í anda leikanna sem ber yfirskriftina ,, samvinna gerir okkur sterkari“ og í þeim anda að krakkarnir skemmti sér og hafi ánægju af þátttökunni. Í lokin munu svo allir gæða sér á pizzusneiðum og ávaxtasafa. Eldri nemendur í skólanum á Þingeyri munu hjálpa til við framkvæmdina. Leikarnir byrja kl. 09:00 og þeim lýkur á hádegi.   

 

11. október er "venjulegur" skóladagur hjá 1.-7. bekk

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 5. október 2012

Norrænaskólahlaupið

"Við hlaupum á móti umferð"
1 af 5

Í dag 5. október hlupu nemendur G.Þ. hið árlega skólahlaup. Veðrið lék við iðkendur og ekki hægt að biðja um það betra. Samanlagt hlupu nemendur og kennari 217,6 km sem er stórgóður árangurSmile

Eftir hlaup eða göngu skelltu nemendur og starfsfólk sér í sundlaugina. Nemendur fá á mánudagsmorgun "pennaveskjamiða" þar sem þeir sjá tímatöku og vegalengd fyrir hlaupið 2012 vs. 2011.

 

 

Takk fyrir skemmtilegan morgun, starfsfólk G.Þ.

Ath. Nýtt myndaalbúm "Áhugasvið"       

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 25. september 2012

Mikilvægar dagsetningar f. næstu þrjár vikur

"Samhugur"

Föstudagur 28. september

Starfsdagur kennara.

Fyrsti skipulags- og starfsdagur kennara á skólaárinu, en alls eru þeir fimm.

Á starfsdögum kennara sækja nemendur ekki skóla.

Síðasta frí 7. sept. var ekki starfsdagur, heldur frí hjá kennurum

vegna Kennaraþings, sem haldið er á hverju hausti.

Föstudagur 5. október

Skólahlaupið

Skólahlaup Grunnskólans á Þingeyri. Upphaflega átti það að vera 27. september, en flyst yfir á þennan dag.

Fimmtudagur 11. október

Íþróttahátíð í Bolungarvík 8.-10. bekkur

Íþróttahátíðin á Bolungarvík. Þessi hátíð er ætluð nemendum í 8.-10. bekk í skólunum á norðanverðum Vestfjörðum og stend yfir allan daginn og endar með sameignlegu diskóteki um kvöldið. Átti að vera föstudaginn 5. október en var breytt yfir á þess dagsetningu.

Föstudaginn 12. október

Leikja-og íþróttahátíð 1.-7.bekkur

Þetta er leikja- og íþróttahátíð nemenda í 1.-7. bekk. Að þessu sinni kemur það í hlut okkar á Þingeyri að halda utan um skipulag og framkvæmd dagsins. Aðrir skólar sem heimsækja okkur eru: skólinn á Súðavík, Suðureyri og Flateyri.

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 18. september 2012

Foreldrafundur og kynning á skólastarfinu

Foreldrar/forráðamenn athugið!

Foreldrafundur og kynning á skólastarfinu verður haldin á sal skólans fimmtudaginn 20/9 kl. 17:30. Dagskrá: Skólastjóri fer yfir komandi skólaár, nýjungar, breytingar, áherslur o.fl. Umsjónarkennarar kynna komandi skólaár nánar fyrir foreldrum í hverri umsjónarstofu. Foreldrar eru hvattir til að fjölmenna. Með kveðju skólastjóri og kennarar.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 13. september 2012

Gjöf frá Kvenfélaginu í Mýrarhrepp

Skólastjóri tekur á móti góðum gestum
Skólastjóri tekur á móti góðum gestum
1 af 2

Miðvikudaginn 12. sept. komu kvenfélagskonurnar Edda Björk og Unnur fyrir hönd Kvenfélagsins í Mýrarhrepp í heimsókn og færðu skólanum að gjöf, þrjú Philips samlokugrill. Við þökkum þeim góðu konum kærlega fyrir og erum viss um að gjöfin muni nýtast okkur mjög ve. Heit samloka með skinku og osti verður örugglega vinsælasta nestið í einhverntíma Laughing

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 13. september 2012

Landsbjörg með svæðisfund í Grunnskólanum

Landsbjörg hélt svæðisfund í G.Þ. um síðustu helgi. Landsbjargarmenn skildu eftir flott endurskinsmerki fyrir nemendur sem þakklæti fyrir afnotin.

Við hvetjum foreldra til að aðstoða nemendur að hengja endurskinsmerkið á góðan stað þar sem þau sjást vel. En nú fer tími endurskinsmerkjanna að renna í garð og dagur tekinn að styttast meir og meir.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 13. september 2012

"Við notum ekki tóbak og áfengi"

"Við notum ekki tóbak og áfengi"
1 af 2

Frétt á B.B. fyrir nokkru sem byggð var á könnun sem lögð var fyrir unglinga á landsvísu síðasta vor greindi frá því að um 7% grunnskóla nemenda á unglingastigi í Ísafjarðarbæ notuðu tóbak. Nemendur í 8.-10. bekk í Grunnskólanum á Þingeyri vilja koma því á framfæri að þau séu ekki inn í þessari prósentutölu. "Við reykjum ekki, notum ekki munntóbak og áfengi"Smile

 

 

Ath. Nýjar myndir í myndasafni!

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 11. september 2012

Sundnámskeið í 1.-2. bekk

 

Sundkennsla í fyrsta og öðrum bekk fer fram í sundnámskeiðum. Fyrsta námskeiðið byrjar þriðjudaginn 11. september og stendur yfir í þrjár vikur. Nemendur fara í sundtíma á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum.  Meðan á námskeiðinu stendur geta nemendur geymt sundföt í Íþróttamiðstöð.  Séð verður um að þau geti gengið að þeim þurrum fyrir hvern sundtíma.  Um þetta hafa foreldrar val, en nemendur losna við að bera sundfatanað milli heimilis og skóla og skóla og íþróttamiðstöðvar. 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 31. ágúst 2012

Göngu- og útivistarvika 3.-6. sept.

Í næstu viku, 3.-6. september verður lögð áhersla á göngu- og útiveru í skólanum. Kennarar munu fara út með nemendum, ýmist til að nálgast námsefnið á annan hátt, kynna sér umhverfið og náttúruna og/eða til að bregða á leik.

Mikilvægt er því að nemendur komi vel klæddir í skólann og tilbúnir til að vera utandyra hluta skóladagsins.

Sérstakur göngudagur verður þriðjudaginn 4. september hjá öllum nemendum skólans. Farið verður strax að morgni. Þá eru fyrirhugaðar eftirfarandi gönguferðir:

  • 1.- 4. bekkur gengur um Grófir (ofan við spennustöð) og Brekkuháls
  • 5.- 7. bekkur gengur á Mýrarfell
  • 8.-10. bekkur gengur á Arnarnúp                                                 

Ef ekki viðrar til gönguferða á tilsettum degi verður reynt aftur næsta dag o.s. frv. Ef útlit er tvísýnt um veður göngudaginn mun ákvörðun liggja fyrir í skólanum snemma morguns og foreldrum því óhætt að hringja og fá upplýsingar.

Óskað er eftir því að foreldra taki þátt í göngudeginum með okkur og aðstoði við að ferja nemendur til og frá göngustað. Vinsamlegast hafið samband við umsjónarkennara í því sambandi.

 

Það sem gott er að hafa í huga við undirbúning gönguferða:

  1. Hafa léttan bakpoka
  2. Vera í góðum skóm
  3. Að vera vel klæddur (gallabuxur ekki góðar í gönguferðum) hafa húfu, vettlinga og létt regnföt 
  4. Hafa gott nesti, samloku, drykk og vatnsbrúsa

Miðað er við að allir hópar verði komnir úr göngferðunum milli kl. 12:00 – 12:30. Eftir að allir hafa borðar hádegismat lýkur skóladegi nemenda.

Athugið:

Þar sem íþróttamannvirki verða lokuð alla næstu viku, þar með talin búnings- og baðaðstaða, verður engin sund- eða íþróttakennsla í næstu viku, en í íþróttatímum verður útivera hjá nemendum í staðinn.

 

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón