Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 25. september 2012

Mikilvægar dagsetningar f. næstu þrjár vikur

"Samhugur"

Föstudagur 28. september

Starfsdagur kennara.

Fyrsti skipulags- og starfsdagur kennara á skólaárinu, en alls eru þeir fimm.

Á starfsdögum kennara sækja nemendur ekki skóla.

Síðasta frí 7. sept. var ekki starfsdagur, heldur frí hjá kennurum

vegna Kennaraþings, sem haldið er á hverju hausti.

Föstudagur 5. október

Skólahlaupið

Skólahlaup Grunnskólans á Þingeyri. Upphaflega átti það að vera 27. september, en flyst yfir á þennan dag.

Fimmtudagur 11. október

Íþróttahátíð í Bolungarvík 8.-10. bekkur

Íþróttahátíðin á Bolungarvík. Þessi hátíð er ætluð nemendum í 8.-10. bekk í skólunum á norðanverðum Vestfjörðum og stend yfir allan daginn og endar með sameignlegu diskóteki um kvöldið. Átti að vera föstudaginn 5. október en var breytt yfir á þess dagsetningu.

Föstudaginn 12. október

Leikja-og íþróttahátíð 1.-7.bekkur

Þetta er leikja- og íþróttahátíð nemenda í 1.-7. bekk. Að þessu sinni kemur það í hlut okkar á Þingeyri að halda utan um skipulag og framkvæmd dagsins. Aðrir skólar sem heimsækja okkur eru: skólinn á Súðavík, Suðureyri og Flateyri.

 

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón