Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miđvikudagurinn 20. desember 2017

Gleđileg jól

Sungiđ og dansađ í kringum jólatréđ
Sungiđ og dansađ í kringum jólatréđ "á sal"
1 af 4

Í dag áttum við dásamleg "litlu" jól. Lesnar voru sögur, spilað og nemendur skiptust á pökkum og jólakortum. Við dönsuðum og sungum og í kringum jólatréð við undirspil Jóns. Jólasveinarnir kíktu í heimsókn og sprelluðu þeir með okkur áður en nemendur héldu af stað í jólaleyfi.

 

Starfsfólk skólans óskar nemendum, aðstandendum og bæjarbúum öllum gleðilegra hátíðar og farsældar á nýju ári. Við þökkum kærlega fyrir samstarfið á árinu og hlökkum til næsta árs.

 

Við sjáumst öll hress og endurnærð 4. janúar kl. 08:10 samkvæmt stundaskrá

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | ţriđjudagurinn 19. desember 2017

Litlu jólin

Hver veit nema jólasveinninn komi í heimsókn
Hver veit nema jólasveinninn komi í heimsókn

Á morgunn miðvikudaginn 20. desember er komið að litlu jólunum í skólanum. Í dag borðuðu nemendur og starfsfólk skólans saman jólamat og ís og tilheyrandi í eftirmat. Þetta var notaleg stund og ánægjuleg.

 

Við hlökkum til að hitta alla með bros á vör í jólaskapi. Minnum á að það má koma með jólanammi, smákökur eða eitthvað annað gott á bragðið og drykk. Við kíkjum í jólakortin, höfum pakkaskipti, spilum og förum í leik. Skellum okkur svo niður "Á sal" og dönsum í kringum jólatréð sem unglingarnir skreyttu svo listavel í dag.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miđvikudagurinn 13. desember 2017

Rauđur dagur og 120 ára afmćli G.Ţ.

Hlökkum til ađ sjá ykkur
Hlökkum til ađ sjá ykkur

Föstudaginn 15. desember verður rauður dagur hér í skólanum. Einnig ætlum við að nýta tækifærið og halda upp á 120 ára afmæli skólans. Nemendur mæta í rauðu, nemendur tónlistarskólans flytja tónlist undir stjórn Jónsgunnars, áhugasviðssýningin verður á sýnum stað ásamt jólalegum veitingum.

 

Það eru allir velkomnir í skólann á milli kl. 10-12. Dagskrá hefst kl. 10:15. Skólahaldi lýkur eftir hádegismat hjá nemendum.

 

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 27. nóvember 2017

Jólaföndur foreldrafélags G.Ţ.

Hið árlega jólaföndur verður haldið í Grunnskólanum á Þingeyri laugardaginn 2. desember kl. 13-16.

 

Laufabrauðið verður á sínum stað og kostar 100 kr. stk. Einnig verður hægt að skryta piparkökur og annað sniðugt föndur verður til sölu (verð frá 300 kr.-1000 kr.).

 

Minnum á að gott er að taka með sér hnífa og laufabrauðsjárn til að skera laufabrauðið. Penslar og málning verða á staðnum en fínt fyrir þá sem eiga að taka þá með.

 

9. og 10. bekkur verða með veitingar með jólakaffi til sölu vegna fjáröflunar á skólaferðalagi.

 

Hlökkum til að sjá ykkur og eiga notalegan dag saman.

Með jólakveðju

Foreldrafélag G.Þ.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | ţriđjudagurinn 21. nóvember 2017

Til hamingju

Nemendur á yngsta-, og miđstigi skokkuđu upp á Krummakráku/klett í haust í tómstund
Nemendur á yngsta-, og miđstigi skokkuđu upp á Krummakráku/klett í haust í tómstund
Í markmiðsgrein laga um grunnskóla segir eftirfarandi ,,Hlutverk grunnskóla, í samvinnu við heimilin, er að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Starfshættir grunnskóla skulu mótast af umburðarlyndi og kærleika, kristinni arfleifð íslenskrar menningar, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi. Þá skal grunnskóli leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við stöðu og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, velferð og menntun hvers og eins.“
Þetta er sú grein grunnskólalaga sem mestrar athygli nýtur, enda tiltekur hún allt það helsta sem hafa þarf í huga þegar starfað er í þágu grunnskóla. Markmiðsgrein laga um leikskóla er samhljóma ,,Í leikskólum skal velferð og hagur barna hafður að leiðarljósi í öllu starfi. Veita skal börnum umönnun og menntun, búa þeim hollt og hvetjandi uppeldisumhverfi og örugg náms- og leikskilyrði. Stuðla skal að því að nám fari fram í leik og skapandi starfi þar sem börn njóta fjölbreyttra uppeldiskosta. Starfshættir leikskóla skulu mótast af umburðarlyndi og kærleika, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi, virðingu fyrir manngildi og kristinni arfleifð íslenskrar menningar.
Haustið 2014 fór Ísafjarðarbær af stað með verkefni sem fékk nafnið Stillum saman strengi og miðar að því að bæta námsárangur barna í Ísafjarðarbæ. Menntun barna er samvinnuverkefni heimila og skóla og sýna rannsóknir að bestur árangur næst ef aðilar eru í góðri samvinnu. Ætlunin er þess vegna að bættur námsárangur gerist í samstarfi heimila og skóla.
Skólarnir hafa gert ýmsar breytingar hjá sér og leggja aukna áherslu á læsi í víðum skilningi. Börnin hafa t.d. tekið þátt í hverju lestrarátakinu á fætur öðru með aðstoð foreldra. Þó svo að lestrakennsla og einhver þjálfun fari fram í skólum bera foreldrar samt alltaf hitann og þungann af lestrarþjálfuninni.
Langflestir hafa lagt sig mjög vel fram og nú erum við farin að uppskera. Miklar framfarir hafa orðið síðustu ár hjá leikskólabörnum og aðdáunarvert að sjá það starf sem unnið er í leikskólum sveitarfélagsins. Niðurstöður Hljómprófa síðustu ára hafa verið mjög góðar, en HLJÓM-2 er greiningartæki, aldursbundin skimun sem er lögð fyrir til að meta hljóðkerfis- og málmeðvitund barna í elsta árgangi leikskólans í því skyni að greina þau börn sem eru í áhættu fyrir síðari lestrarerfiðleika.
Góður árangur sést einnig í grunnskólum. Nýjustu niðurstöður samræmdra prófa gefa okkur byr undir báða vængi, þar sem einkunnir nemenda í 4. bekk eru töluvert yfir landsmeðaltali, bæði í íslensku og stærðfræði. Einkunnir nemenda í öðrum árgöngum fara hækkandi og niðurstöðurnar sýna að okkar nemendur virðast vera ívið sterkari í stærðfræði en íslensku.
Þrátt fyrir að ástæða sé til að fagna góðum árangri í skólunum okkar megum við samt ekki sofna á vaktinni. Við þurfum öll að hafa samstillta strengi, fyrir börnin.
Margrét Halldórsdóttir,
Sviðsstjóri skóla- og tómstundasviðs
Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miđvikudagurinn 15. nóvember 2017

Heimabyggđin-Ţemadagar

Ţingeyri teiknuđ upp međ ađstođ skjávarpa
Ţingeyri teiknuđ upp međ ađstođ skjávarpa
1 af 2

Það er allt á fullu í skólastarfinu eins og venjulega. Í gær 14. nóvember hófust þemadagar með yfirskriftinni "Heimabyggðin mín". Hefðbundið skólastarf er lagt til hliðar og unnið er að ýmsum skapandi verkefnum. Öll bekkjarbönd eru rofin og vinna nemendur í öllum aldurshópum saman. Á fimmtudaginn 16. nóvember lýkur þemadögum með opnu húsi þar sem foreldrum og öðrum velunnurum skólans er boðið að skoða afrakstur daganna ásamt því að þiggja kaffisopa á milli kl. 13-14.

Dagur íslenskrartungu er þennan dag og tilvalið að halda upp á hann með því að bjóða gestum í skólann og ræða og sýna verkefnin.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 10. nóvember 2017

8. nóvember dagur gegn einelti

Allir nemendur og starfsfólk skrifuđu undir sáttmála um ađ standa SAMAN gegn einelti
Allir nemendur og starfsfólk skrifuđu undir sáttmála um ađ standa SAMAN gegn einelti

Dagurinn 8. nóvember ár hvert er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Við í skólanum viljum SAMAN standa vörð um að okkur líði vel og að skólinn geti gert betur í þessum efnum. Dagurinn var því sérstaklega nýttur í forvörn gegn einelti.

Með deginum er hvatt til þess að allir leggi sitt framlag á vogarskálarnar til að stuðla að  gagnkvæmri virðingu, samkennd og jákvæðum samskiptum í skólum. Jákvæður skólabragur skiptir sköpum fyrir líðan og starfsgleði nemenda og starfsfólks og getur haft sömu áhrif og besta forvarnarstarf.

 

Nemendur á elsta,- og miðstigi horfðu saman á Mín sýn þar sem söng,- og leikkonan Salka Sól ræddi sína líðan á sinni skólagöngu. Þáttinn fengum við sendan frá Símanum en margir skólar hafa sýnt eða hafa áhuga á að nota þáttinn til að ræða um einelti.

 

Nemendur á yngsta stigi horfðu á Stefán Karl leikara seigja frá því hvað einelti er (myndband á krakkaruv.is).

 

Eftir umræður skrifuðu allir sem treystu sér til undir sáttmála um að standa SAMAN gegn einelti. Einelti er ógeð, það er betra að segja frá, gleði, hrós og umhyggja lætur okkur líða vel.

Með þessari frétt hvetjum við foreldra til að ræða við börn sín um einelti og velta fyrir sér þeirri spurningu hvernig manneskjur við viljum vera.

 

Nánari upplýsingar um dag gegn einelti.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | sunnudagurinn 29. október 2017

Foreldrafundur ţriđjudaginn 31. október kl. 18

Fjöruferđ í tómstund haust 2017
Fjöruferđ í tómstund haust 2017

Þriðjudaginn 31. október verður foreldrafundur "Á sal" í skólanum. Skólastjóri mun fara yfir praktísk atriði ásamt því að væntingar skólans vs. væntingar foreldra verða ræddar með það að markmiði að gera áfram betur og að allir geti bætt sig.

Foreldrum gefst einnig tækifæri til að hitta umsjónarkennara hvers námshóps í heimastofu og kosið verður í foreldrafélagið.

 

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest

Skólastjóri og umsjónarkennarar

 

Minnum einnig á að foreldraviðtölin verða í þessari viku og gott að skrá tíma í mentor (umsjónarkennarar senda nánari upplýisngar um það).

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | ţriđjudagurinn 17. október 2017

Skóla lýkur kl. 12 á hádegi fimmtudaginn 19.okt

Krítarmyndir eftir nemendur í 1.-7. bekk
Krítarmyndir eftir nemendur í 1.-7. bekk

Vegna starfsmannafundar allra starfsmanna Ísafjarðarbæjar fimmtudaginn 19. október ljúkum við kennslu fyrir hádegi. Nemendur fá hádegismat áður en þeir fara heim og verða allir á heimleið um kl 12:00. Starfsmenn Ísafjaðarbæjar mæta í íþróttahúsið á Torfnesi kl. 12:30 til að leggja vinnu að þjónustustefnu Ísafjarðarbæjar þar sem einkunnar orðin Við þjónum með gleði til gagns verða höfð að leiðarljósi.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 9. október 2017

Hugleiđsla-jógahjartađ

1 af 2

Í dag tókum við þátt í hugleiðsludeginum sem jógahjartað stendur fyrir. Markmið dagsins var að sameina ungt fólk í 3 mínútna hugleiðslu í skólum. Þema hugleiðslunnar var friður í hjarta. Vakin var athygli á hugleiðslu sem leið til að m.a. skapa innri frið, finna innri náttúrulega gleði, vinna úr tilfinningum, kvíða, streitu og vanlíðan hjá ungu fólki og gera þau að sterkari manneskjum.

Þesssi dagur varð fyrir valinu því John Lennon hefði átt afmæli í dag. Hann var mikill friðarsinni og það verður kveikt á friðarsúlunni í Viðey í kvöld að því tilefni.

 

Yfir 20 skólar og yfir 2000 börn á Íslandi hugleiddu á sama tíma á öllum landshornum og tæplega 100 unglingar í Hörpu. 

Arnhildur Lillý kom og kynnti jóga fyrir elstu nemendum skólans og nemendur og kennarar á mið,-og elsta stigi tóku þátt í hugleiðslunni. 

 

« 2018 »
« Október »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón