Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 9. nóvember 2018

Dagur gegn einelti 8. nóvember

Fyrirlesturinn endađi á
Fyrirlesturinn endađi á "Hjartaleik" til ađ fá smá gleđi í hjartađ
1 af 3

Í gær var dagur gegn einelti. Nemendur og starfsfólk hittust "á sal" í tilefni dagsins. Við sungum saman lagið Undir regnbogann, eftir Ingó en texti lagsins fjallar um að við getum sigrað heiminn og látið drauma okkar ræstast þrátt fyrir að lífið sé stundum grámyglað og erfitt. Fjallað var um leiðir til að fyrirbyggja einelti, ábyrgð okkar og rétt okkar til að fá að vera eins og við erum í friði fyrir öðrum. Það eiga allri rétt á því að líða vel í skólanum. Við töluðum um góðverk og skrifuðum undir skólasáttmála 2018-19 gegn einelti. Við ætlum að leggja áherslu á að sýna góðvild, umhyggju, virðingu og hugrekki. Við ætlum líka að spá í það hver stjórnar okkar hegðun og hvernig við viljum að aðrir muni eftir okkur.

 

Áætlun gegn einelti var send á alla í tölvupósti og hana má finna hér

Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | föstudagurinn 2. nóvember 2018

Nóvember verđur fullur af góđri dagskrá

Nú er enn ein vikan á enda. Er ekki sagt að tíminn fljúgi þegar gaman sé? Það á svo sannarlega við um okkur. Það er bara alltaf föstudagur!!! :-)

Í nóvember verður mikið um að vera. Má þar nefna foreldraviðtöl, þemadaga og lestrarátak.

Byrjum á foreldraviðtölunum. Þau verða í næstu viku. Umsjónarkennarar opna fyrir skráningar í viðtöl í dag og eru foreldrar hvattir til að bóka sig sem fyrst. 

Þemadagar verða 14. 15. og 16. nóvember þar sem unnið verður að ákveðnu þema í skólanum og verður afraksturinn til sýnis á lokadeginum, þann 16. nóvember sem jafnframt er "dagur íslenskrar tungu". Þá hefst formlega undirbúningur fyrir "Stóru upplestrarkeppnina" sem er ár hvert í 7. bekk.

Lestrarátak verður síðan hjá okkur síðustu tvær vikurnar í nóvember - en við erum jú alltaf að þjálfa lestur alla daga, bæði í skólanum og heima. Því eins og við þreytumst aldrei á að segja: "Lestur er lykillinn"

Eigið góða helgi og njótið þessara dásamlegu vetrardaga sem við erum svo heppin að hafa (enn þá). :-)

 

Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | miđvikudagurinn 24. október 2018

Skáld í skólum, Bolungarvíkurhátíđ og vetrarfrí

Hér hjá okkur í G.Þ. er sjaldan lognmolla, alltaf líf og fjör og nóg að gera.

Í morgun, miðvikudag, fór elsta stigið yfir á Flateyri þar sem elstu stig skólanna á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri hlýddu á þá félaga Kjartan Yngva og Snæbjörn segja frá bókaflokknum Þriggja heima sögu, en þar hafa þeir skapað furðuheim skáldsagna sem byggja á gömlum hugmyndum, m.a. úr Norrænni goðafræði. - Þetta er liðurinn "Skáld í skólum" sem er verkefni á landsvísu.

Á morgun, fimmtudag, fer síðan hin árlega Bolungarvíkurhátíð fram, en þar etja kappi unglingastig allra skólanna á norðanverðum Vestfjörðum í alls kyns íþróttagreinum og hafa gaman af.

Miðstig og yngsta stig eiga á meðan "hefðbundna skóladaga" með námi og leik.

Föstudaginn 26. og mánudaginn 29. okt er síðan vetrarfrí hjá okkur og við hittumst aftur hress og endurnærð þriðjudaginn 30. nóvember.

Ég vil nota þetta tækifæri og minna alla á, foreldra jafnt sem nemendur, að mikilvægt er að lesa þó við séum í vetrarfríi. Það gildir alltaf að lesa eigi a.m.k. 15 mín. á dag a.m.k 5 daga vikunnar, hvort sem er hefðbundinn skóladagur, vetrarfrí, jólafrí eða frí vegna ferðalaga. Korter er ekki mikið á dag..........en skiptir svo miklu máli upp á lesturinn í heildarsamhenginu.

Njótið samverunnar yfir löngu helgina,

kv. kennarar og annað starfsfólk G.Þ.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 19. október 2018

Frćđsla fyri foreldra nemenda í 7.-10. bekk í G.Í.

 Þriðjudaginn 23. október 2018 verður Heimili og skóli og Rannsókn og greining með fræðslu fyrir foreldra ungmenna.
Fræðslan fer fram í Grunnskólanum á Ísafirði og hefst kl. 17:00
 
Dagskrána má sjá hér að neðan og hvetjum við alla foreldra/forráðamenn til að mæta, það er alltaf hægt að bæta við sig þekkingu.
 
Dagskrá:
Hvernig líður börnunum okkar?
Margrét Lilja Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu  og kennari á íþróttafræðisviði Háskólans í Reykjavík fjallar um niðurstöður rannsókna meðal barna og unglinga í ykkar sveitarfélagi.
Foreldrar skipta máli
Bryndís Jónsdóttir verkefnastjóri hjá Heimili og skóla fjallar um mikilvægi foreldra í forvörnum og 18 ára ábyrgð.
 
Miðað er við að fræðslan með umræðum og hléi taki um 2 klukkustundir.
Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 15. október 2018

Endurskođun íţrótta- og tómstundastefnu Ísafjarđarbćjar

Fundur á morgun
Fundur á morgun "á sal" fyrir áhugasama á öllum aldri!

Íbúafundir vegna endurskoðunar íþrótta- og tómstundastefnu Ísafjarðarbæjar verða haldnir á þremur stöðum klukkan 17 á morgun, þriðjudaginn 16. október. Fundirnir verða í Grunnskólanum á Suðureyri, Grunnskóla Önundarfjarðar og Grunnskólanum á Þingeyri. Gera má ráð fyrir að fundirnir standi í um tvær klukkustundir og eru áhugasamir á öllum aldri boðnir hjartanlega velkomnir til skrafs og ráðagerða.
Sambærilegur fundur verður síðan haldinn á 4. hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði þriðjudaginn 30. október klukkan 17.

 

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 11. október 2018

Fyrirlestur fyrir foreldra-kynfrćđsla

Kjaftađ um kynlíf
Kjaftađ um kynlíf

Í kvöld fimmtudagskvöldið 11. október verður Sigga Dögg kynfræðingur með foreldrafræðslu í Grunnskólanum á Ísafirði (nánari staðsetning: danssalur G.Í.) kl. 20:00-21:30. Foreldrar nemenda í G.Þ. er velkomnir til að sækja fyrirlesturinn. Hér er hægt að fá nánari upplýsngar um fyrirlesturinn. Sigga Dögg mun hitta nemendur á elsta stigi í "litlu" skólunum hér á Þingeyri á morgun 12. október.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 11. október 2018

Bleikur dagur 12. október

Lestu bleika bók í október
Lestu bleika bók í október
1 af 2

Á FÖSTUDAGINN 12. OKTÓBER VILJUM VIÐ VEKJA ATHYGLI Á KONUM MEÐ BRJÓSTAKRABBAMEIN. VIÐ HVETJUM ALLA TIL AÐ SÝNA SAMSTÖÐU OG KOMA Í EINHVERJU BLEIKU Í SKÓLANN.

 

Við tókum líka saman allar bleiku bækurnar okkar og hvetjum nemendur til að lesa bleika bók í október ef þeim vantar bók til að lesa (sjá mynd)

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miđvikudagurinn 10. október 2018

Lesfimi skólabarna hefur aukist

Lestur er lykillinn
Lestur er lykillinn

Lesfimi íslenskra skólabarna jókst marktækt milli ára, samkvæmt lesfimiprófi Menntamálastofnunar sem lagt var fyrir nemendur í öllum bekkjum grunnskóla í september sl. Niðurstöðurnar gefa vísbendingar um að aðgerðir til að auka lestrarfærni og áhuga barna skili árangri.

Haustið 2015 gerðu mennta- og menningarmálaráðuneytið og sveitarfélög í landinu með sér svokallaðan Þjóðarsáttmála um læsi. Markmið sáttmálans var að tryggja að öll börn gætu við lok grunnskóla lesið sér til gagns enda þykir sannreynt að lífsgæði og læsi haldist í hendur. Með skipulögðu mati á lesfimi barna á grunnskólaaldri má fylgjast með stöðu og framförum hvers barns, og grípa inn í þar sem þurfa þykir til að styrkja námsstöðu barnsins.

...
Meira
Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 4. október 2018

Göngum í skólann- Gull skórinn

1 af 4

Nú er átakinu "Göngum í skólann" formlega lokið. Allir nemendur skólans og starfsfólk tók þátt í átakinu og stóðu allir nemendur sig vel. Starfsfólk skólans mætti taka nemendur sér til fyrirmyndar því að flestir nemendur gengu eða hjóluðu alla dagana sem átakið stóð. Nemendur í skólabíl gengu líka en bílstjórinn stöðvaði bílinn hér fyrir innan skólann svo þeir nemendur gætu verið með.

 

Nemendur á mið stigi hlutu "Gull skóinn 2018" og fá að hafa hann inn í sinni heimastofu í vetur. Nemendur sýndu mikla samvinnu og hvöttu hvort annað til að ganga. Elsta,- og yngsta stig voru jöfn og munaði einungis 0,27 á meðaltalstölum núna í lokin.

 

Minnum á að það er farið að rökkva á kvöldin og fram á morgun og þörf er á endurskinnsmerkjum. Einnig minnum við alla göngugarpa sem hjóla ennþá í skólann á að vera upplýstir og með hjálm.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miđvikudagurinn 3. október 2018

Göngum í skólann- Lögguheimsókn

1 af 3

Síðasti mánudagur var síðasti mánudagurinn í "Göngum í skólann" átakinu. Að því tilefni fengum við lögregluþjón í heimsókn til okkar í skólann. Haukur lögregluþjón heilsaði upp á nemendur á mið,-og elsta stigi og spjallaði við þau um daginn og veginn og svaraði spurningum nemenda um störf lögreglunnar. Haukur hitti svo nemendur á yngsta stigi í íþróttahúsinu við mikinn fögnuð og áhuga nemenda. Farið var yfir ýmiss atriði og minnt á að nú væri tími endurskinnsmerkjanna að hefjast aftur og margt fleira. Lögreglan er vinur okkar og við getum alltaf leitað til hennar í vanda.

 

Fimmtudaginn 4. okt kemur svo í ljós hvaða hópur hlýtur "GULL SKÓINN" (nánari frétt um það síðar).

 

 

« 2019 »
« September »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón