Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miđvikudagurinn 19. ágúst 2020

Skólasetning verđur á sal skólans mánudaginn 24. ágúst

Grunnskólinn á Ţingeyri skólasetning 24. ágúst kl. 10 og 11
Grunnskólinn á Ţingeyri skólasetning 24. ágúst kl. 10 og 11

Skólasetning verður með aðeins óhefðbundnu sniði. Til að ná að halda 2m reglu milli fullorðinna í ekki sömu fjölskyldu verður skólasetningu skipt eftir aldri í tvo hópa. Foreldrar nemenda eru hvattir til að mæta með börnum sínum í upphafi fyrsta skóladags.

  • 1.-5. bekkur kl. 10:00
  • 6.-10. bekkur kl. 11:00

Foreldrar eru beðnir um að panta samtalstíma/foreldraviðtal í gegnum Mentor sama dag.

Nemendur í 1. bekk eru með tölvupósti boðaðir til viðtals hjá umsjónarkennara mánudaginn 25. ágúst.

Hlökkum til að hitta ykkur

Bestu kveðjur Starfsfólk G.Þ.

| miđvikudagurinn 1. júlí 2020

Skólapeysur o.fl.

Núna eru skólapeysurnar komnar í hús, nema í st M, sem misfórst eitthvað. En það er verið að gera þær fyrir okkur og mun ég setja það inn á fb síðu skólans ef þær verða komnar áður en ég fer. Ég verð hér í húsi til 15:00 í dag, miðvikudag, ef þið viljið nálgast ykkar peysu, þær kosta 1500.- og þarf að borga við viðtöku. Ef þið sækið ekki í dag bíða þær ykkar í haust :-) 

 

Skólastarf hefst að nýju, mánudaginn 24. ágúst. Ég vona að þið eigið ánægjulega daga framundan og njótið þess að vera í fríi. 

 

 

Ég fer héðan á föstudaginn og vil ég þakka kærlega fyrir hversu vel þið tókuð á móti mér, samstarfið og vináttuna. 

 

 

Með góðri kveðju, Sonja Dröfn

| miđvikudagurinn 3. júní 2020

Skólaslit

Skólaslit Grunnskólans á Þingeyri eru fimmtudaginn 4. júní, kl 17:00. Samkvæmt venju verður skólanum slitið í kirkjunni. Vegna aðstæðna er óskað eftir því að aðeins aðstandendur séu viðstaddir, ekki verður boðið upp á kaffihlaðborð í félagsheimilinu né sýningu í skólanum. 

 

 

Með bestu kveðju, Sonja Dröfn

| sunnudagurinn 24. maí 2020

Skólaferđalag o.fl.

Miđstigiđ í hjólaferđ
Miđstigiđ í hjólaferđ
1 af 2

Nú hefur skólahald verið með venjubundnum hætti frá 11. maí. Eða eins venjubundið og hægt er, svona á síðasta sprettinum. Mið- og yngsta stig hafa farið í hjólaferðir, miðstigið fór niður á bryggu að veiða, unglingarnir verið töluvert útivið. 10. bekkur skoðað MÍ og farið í heimsóknir á vinnustaði. Tilvonandi 1. bekkingar komið í heimsókn og fleira. 

 

Á þriðjudaginn mun 10. bekkur fara í langþráð skólaferðalag. Ekki verður þó farið til Danmerkur að þessu sinni, heldur haldið til Hvolsvallar, þar sem farið verður í flóðasiglingu í Hvítá, kayak á Stokkseyri, "Zipline", farið í íshelli og margt fleira spennandi. Það verður þéttskipuð dagskrá og vonandi eiga allir eftir að njóta vel. Í það minnsta eru þeir aðstandendur/kennarar sem fara með, mjög spenntir :-) 

 

Á föstudaginn er grænn dagur hjá okkur, þá mæta nemendur á hefðbundnum tíma, kl 8:10 en skóla lýkur hjá öllum kl 12:10.

 

Þriðjudaginn, 2. júní, er vordagur, en þá munum við fara til Súðavíkur í Raggagarð, skoða Melrakkasetrið og fleira. Áætlað er að nemendur séu komnir heim um 12:10, lagt verður af stað kl 8:15.

 

Á miðvikudeginum, 3. júní, er starfsdagur og fimmtudeginum, 4. júní, eru skólaslit. Skólaslitin verða væntanlega fremur óhefðbundin, vegna aðstæðna, en þið munum fá nánari upplýsingar þegar allt liggur fyrir. 

 

Með bestu kveðju, Sonja Dröfn

| föstudagurinn 8. maí 2020

Skólahald frá 11.maí

Skólahald verður með eðlilegum hætt frá og með mánudeginum 11. maí næstkomandi. Þá mæta nemendur í skólann samkvæmt stundaskrá vetrarins. Mötuneyti verður starfrækt með eðlilegum hætti. 

 

Eins og alltaf í maí eru útiíþróttir en nemendum geta nýtt sér sturtuaðstöðuna í íþróttahúsinu að íþróttatíma loknum. Sundlaugin verður hins vegar lokuð aðeins lengur, vonandi verður hægt að opna hana fyrir skólasund 19.maí. Nemendur verða í útiíþróttum í stað sundtíma. 

 

Það eru þrjár vikur eftir af skólaárinu, við ætlum að nýta þann tíma vel, bæði við hefðbundið nám og einnig ýmis konar verkefni tengd vorinu. 

 

 

Með bestu kveðju, Sonja Dröfn

| ţriđjudagurinn 28. apríl 2020

4.-8. maí 2020

Samkvæmt nýjustu fréttum þá mun skólahald vera takmarkað til 11. maí. Þ.e.a.s. nemendur mæta eins og þeir hafa gert frá páskum. Yngsta stig kl 8:10-12:10, miðstig frá kl 12:40-15:20 og unglingastig er daglega í Slack og koma þrisvar í viku, í þremur hópum inn í skóla og hitta kennara. 

 

 

Með bestu kveðju, Sonja Dröfn

| ţriđjudagurinn 21. apríl 2020

Ţjónusta sálfrćđings

Þar sem ekki hefur verið hægt vegna ástandsins í þjóðfélaginu að veita sérfræðiaðstoð sálfræðinga sl. vikur þá hafa sálfræðingarnir okkar þær Sólveig Norðfjörð og Björg Norðfjörð ákveðið að opna fyrir ráðgjöf með símaviðtölum við nemendur, foreldra og kennara. Einnig ætla þær að hafa samband við þá foreldra sem bíða eftir niðurstöðum viðtala frá því í febrúar.

Þeir sem telja sig þurfa ráðgjöf er bent á að hafa samband við Sólveigu eða Björgu í gegnum tölvupóst: solveignordfjord@gmail.com eða bjorg00@hotmail.com gefa upp nafn, símanúmer og jafnvel nafn barnsins ef það hefur verið í viðtölum hjá þeim. Þær munu síðan hafa samband við viðkomandi við fyrsta tækifæri.

Sálfræðingarnir sem starfa við leik- og  grunnskóla Ísafjarðarbæjar eru hluti af skólaþjónustu sveitarfélagsins og sinna allri almennri sálfræðivinnu við skólanna. Sálfræðingarnir vinna í nánu samstarfi við starfsfólk leik- og grunnskólanna og aðra þá sem koma að málefnum barna.

 

Með bestu kveðju

Guðrún Birgisdóttir

Skóla- og sérkennslufulltrúi

Ísafjarðarbæjar

| ţriđjudagurinn 21. apríl 2020

Skólahald frá 27. apríl

Samkvæmt nýjustu fréttum verður hertum aðgerðum aflétt frá og með 27. apríl næstkomandi. Mun þá skólahald vera með sama sniði og það var fyrir páska. Þ.e. nemendur yngsta stigs mæta kl 8:10 og eru til 12:10, þ.e. fara úr húsi þá, södd og sæl, eftir hádegismat og skemmtilegan morgun. Nemendur miðstigs mæta kl 12:40 og eru til 15:20. Athugið að þau, miðstig, munu EKKI borða í skólanum, en þau verða að koma með nesti eftir hádegi, en fá jafnframt ávöxt um tvöleytið, þ.e. þeir sem eru í áskrift. 

 

Unglingastig verður eins og það hefur verið, en munu mæta í skólann kl 13:30, 8.bekkur, 14:20, 9.bekkur og 15:10, 10.bekkur, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag. Athugið þessa breytingu frá því sem var. En eftir sem áður notumst við, við netsamskipti og nemendur hitta kennara á Slack á morgnana kl 10:00-12:00, alla virka daga. 

 

Mikilvægt er að allir virði tímann sem nemendur eiga að mæta, sem og að fara heim, til að koma í veg fyrir að hóparnir hittist. 

 

Ekki er orðið ljóst hvað tekur við 4.maí, en ég mun halda ykkur upplýstum um leið og ég fæ nánari útlistun frá yfirvöldum. 

 

Það verður frábært að fá aftur líf í húsið, þó svo með takmörkum sé. Munum samt eftir að fara varlega, og fara eftir fyrirmælum sóttvarnarlæknis, þetta er ekki búið.

 

Með bestu kveðju, Sonja Dröfn

| ţriđjudagurinn 14. apríl 2020

Breyttar ađstćđur

Eins og þið hafið orðið vör við þá voru hertar aðgerðir á Vestfjörðum fyrir páska og þær svo framlengdar til 26. apríl næstkomandi, eins og sjá mér hér. Nemendur mæta því ekkert í skólann næstu tvær vikurnar og sjáum svo til, hvaða tilmæli koma frá Almannavörnum eftir það. Óskandi væri að skólahald gæti þá hafist með hefðbundnum hætti, en líklegt er að svo verði ekki. 

 

Kennarar hafa nýtt daginn í dag, 14. apríl, til að undirbúa heimanám fyrir nemendur. Nemendur yngsta- og miðstigs fá poka á hurðarhúninn hjá sér, með námsefni. En einnig senda kennarar tövlupóst heim með nánari upplýsingum. Nemendur unglingastigs hitta kennara áfram í gegnum Slack og er þeirra skipulag líkt því sem var fyrir páska, nema þeir koma ekkert í skólann. 

 

Ég vil minna ykkur á, að hafa endilega samband við okkur, best að nota tölvupóstinn, ef þið hafið einhverjar fyrirspurnir. 

 

 

Með bestu kveðju, Sonja Dröfn

| föstudagurinn 3. apríl 2020

Páskafrí

Sæl

Nú erum við að sigla inn í páskafrí, kærkomið. Þetta hafa verið undarlegar vikur en saman höfum við komist í gegnum "allskonar". Nemendur hafa staðið sig mjög vel í breyttum aðstæðum, þó svo þau langi til að hafa allt venjulegt aftur, eins og við öll. Því miður verður ekki neitt "venjulegt" alveg strax þar sem samkomubann hefur verið framlengt til 4.maí. Því munum við halda áfram eftir páskafrí, eins og við höfum verið að gera. Hins vegar mun ég láta ykkur vita um allar breytingar, ef einhverjar verða. Þið megið því gjarnan fylgjast vel með tölvupóstum, sem og heimasíðu og fb-síðu skólans.

Vonandi hafið þið það sem allra best um páskana, getið ferðast um næsta nágrenni (sem og innanhúss). Munum bara eftir 2m reglunni og að hlýða Víði í einu og öllu.

 

Með bestu kveðju, Sonja Dröfn

« 2021 »
« Apríl »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón