Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 13. janúar 2017

Til hamingju skólar í Ísafjarđarbć

Á grafinu má sjá jákvćđar breytingar í skólum Ísafjarđarbćjar
Á grafinu má sjá jákvćđar breytingar í skólum Ísafjarđarbćjar
Veturinn 2013-2014 (í kjölfar niðurstaðna PISA 2012) skoðuðu skólastjórnendur í Ísafjarðarbæ hvað hægt væri að gera svo bæta mætti námsárangur skólabarna í sveitarfélaginu. Vorið 2014 settum við okkur markmið sem við höfum öll unnið vel að: Við ætluðum að bæta námsárangur barna í Ísafjarðarbæ fyrir börnin sjálfsmynd þeirra og framtíð. Við vildum að fólk flytti vestur því hér séu mjög góðir skólar.
 
Í haust og haustið 2015 sáum við mjög góðar niðurstöður í Hljóm-2 prófunum og vitum að góðir hlutir eru að gerast í öllum leikskólunum okkar. Núna vorum við svo að fá niðurstöður PISA 2015 og getum ekki annað en verið mjög sátt (þó enn sé verk að vinna) en við erum allstaðar yfir landsmeðaltali og í tveimur af þremur yfir meðaltali OECD. Í náttúruvísindum erum við 30 stigum fyrir ofan landsmeðaltal, í stærðfræði erum við 19 stigum fyrir ofan landsmeðaltal og í lesskilningi erum við 7 stigum fyrir ofan landsmeðaltal.
 
Vissulega erum þetta flottar niðurstöður en við verðum að muna að næg vinna er þó framundan og við  verðum að halda því góða verklagi sem er í skólunum okkar. Saman erum við sterkari, skólinn og heimilin.
 
Meðfylgjandi mynd sýnir mjög vel hversu mikið skólar í Ísafjarðarbæ hafa bætt sig og passar engan veginn við neikvæða umræður í fjölmiðlum um hversu illa landsbyggðin hafi verið að standa sig í PISA.
Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 9. janúar 2017

Íţróttaskóli, hreystićfingar, hjóla kraftur, fjölskyldutími og blak

1-2.bekkur í Boccia í íţróttahúsinu á Ţingeyri
1-2.bekkur í Boccia í íţróttahúsinu á Ţingeyri
1 af 2

Æfingar fyrir 1.-4. bekk og elstu börnin í leikskólanum hefjast í dag mánudaginn 9. janúar kl. 17:10-18:00.

Æfingar verða framvegis á mánudögum fram á vor 1x í viku  í umsjón Janne Kristiensen. HSV rukkar lágmarksgjald fyrir æfingarnar, nánari upplýsingar gefur Janne.

7.-10. bekk stendur enn til boða að mæta á þriðjudögum og fimmtudögum í hreystitíma kl. 17-18:30 í umsjón Ernu.  Körfuboltaþjálfari frá Vestra mætir hálfsmánaðarlega á fimmtudögum í þá tíma.

Hjólakraftur mun einnig halda áfram með sínar æfingar í umsjón Guðrúnar Snæbjargar og Sigmundar Fríðars. Hjólakraftur er á miðvikudögum kl. 16:30. Nánar auglýst á facebook og inni í skóla. Allir velkomnir en foreldrar þurfa að meta hvort yngri ráði við æfingarnar.

Minnum einnig á fjölskyldutíma Höfrungs á sunnudögum kl. 10-12 þar sem allir fá tækifæri til að nýta íþróttasalinn og efla áhuga á hollri hreyfingu og samveru.

Blakæfingar fyrir 7. bekk og eldri hefjast aftur þegar Thio mætir aftur eftir frí, þær eru á sunnudögum kl. 14-15:30. Áhugasamir geta rætt við Sigmund Fríðar og/eða Guðrúnu Snæbjörgu.

Með kveðju Íþróttafélagið Höfrungur

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 2. janúar 2017

Gleđilegt nýtt ár

Frá áramótabrennu á Ţingeyrarodda 31. desember 2016
Frá áramótabrennu á Ţingeyrarodda 31. desember 2016

Starfsfólk skólans óskar öllum nemendum, foreldrum sem og þorpsbúum öllum gleði og gæfu á komandi ári með kærri þökk fyrir samskiptin á árinu sem var að líða. 

 

Skóli hefst aftur eftir jólafrí þriðjudaginn 3.janúar kl. 10. 

Framundan í skólastarfinu eru námsmatsdagar í lok janúar ásamt þorrablóti G.Þ. Eftir það hefst undirbúningur fyrir árshátíð ásamt hefðbundnu skólastarfi ásamt lestrarátaki og stærðfræðisprett.

Hver er sinnar gæfu smiður 😊

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | ţriđjudagurinn 13. desember 2016

Síđustu dagar fram ađ jólafríi

  • 15. desember Tarzan í íþróttahúsinu kl. 10-12
  • 16. desember Rauður dagur

Nemendur koma í einhverju rauðu. Kl. 11-12 er foreldrum, ömmum, öfum og öðrum velunnurum skólans boðið á sýningu á áhugasviðsverkum nemenda. Heitt súkkulaði og smákökur í boði.

Um kvöldið er jóladiskó kl. 20-22 í skólanum fyrir 1.-10. bekk í umsjón nemendaráðs og félagsmiðstöðvar. 7.-10. bekkur halda áfram á féló til 10:30, síðasta féló fyrir jól.

 

  • 19. desember jólabíó og jólamatur

Nemendaráðið í samstarfi við kennara bjóða öllum nemendum í jólabíó „á sal“ kl. 9-11 (athugið sund hjá elsta,- og mið stigi fellur niður).

 

Jólamatur mötuneytisins_ þeir sem eru ekki í mat geta keypt máltíð á 480 kr. (nemendur koma með pening og greiða sí skólanum).

 

Yngsta stig ætlar í sund eftir hádegi- muna að koma með sundföt og það má hafa með sér dót (verð örugglega alveg til kl. 14 ofan í).

 

  • 20. desember „Litlu jólin“ kl. 10-12:10

Nemendur mæta í skólann kl. 10 spari klædd með jólalegt nesti (gos, safa, smákökur, sælgæti) og lítinn pakka í pakkaskiptin (gjöf sem kostar 500-1000 kr.). Nemendur þurfa ekki að koma með kerti, þeir nota það sem þeir föndruðu á skreytingardaginn.

Dansað verður í kringum jólatréð, hver veit nema jólasveinar kíki í heimsókn eftir notalega stund upp í heimastofu hvers og eins með sínum umsjónarkennara.

 

Minnum alla á að lesa þó að það séu að koma jól- lestur er lykillinn, lestur er lífið sjálft!

Gleðilega aðventu

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | sunnudagurinn 4. desember 2016

5. desember skreytingadagur

Viđ ćtlum líka ađ kveikja á kertum 2 og syngja
Viđ ćtlum líka ađ kveikja á kertum 2 og syngja "á sal"

Mánudaginn 5. des er skreytingadagur í skólanum. Þá verður unnið í stöðvum að ýmsu jólaskrauti og bakstri, til að skreyta skólann okkar. Einnig verða gluggamyndirnar settar upp og skólinn kemst í jólabúning. 
Við óskum sérstaklega eftir að nemendur hafi með sér glerkrukku til að búa til kertastjaka sem verður svo á hverju borði á Litlu jólunum.
Einnig heftara og bæklinga ef til eru til að gera keðjur. Það má líka hafa með sér liti eða skrautpenna eða annað skraut til að klippa á jólakort. 

Bestu kveðjur, kennarar og aðrir jólasveinar GÞ

 

Hægt að skoða myndir í myndasafni: http://grthing.isafjordur.is/myndasafn/22/

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 2. desember 2016

Jólaföndur foreldrafélagins 4. desember

Eigum notalega stund saman á ađventu í skólanum okkar, allir velkomnir
Eigum notalega stund saman á ađventu í skólanum okkar, allir velkomnir

Hið árlega jólaföndur verður haldið í Grunnskólanum á Þingeyri sunnudaginn 4. desember kl. 13-16.

Laufabrauðið verður á sínum stað og kostar 100 kr. stk. Í boði verður ýmislegt föndur á verð bilinu 300-1000 kr. ásamt gömlu föndri sem verður gefinsJ

Minnum á að gott er að taka með sér hnífa og laufabrauðsjárn ef maður á til að skera laufabrauðið.

Foreldrafélagið verður með kaffi og vöfflusölu.

Hlökkum til að sjá ykkur og eiga notalegan dag saman.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 18. nóvember 2016

Ţemadagar-Dagur íslenskrar tungu

"Upp undir Laugarásnum" hluti nemenda úr 7.-8. bekk
1 af 8

Nú eru yfirstaðnir þemadagar sem voru 14.-16. nóv sl. Þemað var: Lögin/textarnir hans Ladda. Hver nemendahópur fékk úthlutaða nokkra texta sem kennarar höfðu valið og skipt á milli hópanna. Hlutverk nemanda var svo að vinna með textana og eða lögin og tengja vinnuna við íslensku því að uppskeruna átti að nota til að halda "veislu" vegna afmælis Jónasar Hallgrímssonar eða dags íslenskrar tungu í Félagsheimilinu. Hugmyndin var að breyta Jónasi í Ladda og tengja við gleði sem er einn hornsteinn skólans. Unnin voru verkefni sem tengdust rími, samsettum orðum og flokkun orða í íslensku, persónur Ladda voru skoðaðar ásamt því að kynnast honum sjálfum betur. Vinsælast var hjá nemendum að búa til video verk þar sem þau nýttu sér tæknina og spjaldtölvurnar. Sú vinna krafðist margþættrar leikni m.a. í leiklist, dans, tónlist, upplestri, upptöku, klippingu efnis og þekkingar á forritinu sem nemendur völdu að vinna í.

 

Takk allir fyrir komuna, það var mjög ánægjulegt að sjá hve margir komu í Félagsheimilið og við hlökkum til að fylla það aftur þegar árshátíðin verður. Takk Laddi fyrir skemmtunina og allt það efni sem þú hefur samið, þú ert snillingur Laughing

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | ţriđjudagurinn 8. nóvember 2016

Skólasáttmáli gegn einelti

Stöndum saman gegn einelti
Stöndum saman gegn einelti

Í dag skrifuðu nemendur og starfsfólk skólans undir skólasáttmála gegn einelti. Allir eru á eitt sáttir um að allir eigi skilið að líða vel og að einelti sé ógeð.

 

Formaður nemendaráðs, Kristján Eðvald, kynnti verkefnið með skólastjóra í öllum hópum í tilefni dagsins og minnti á mikilvægi þess að útrýma einelti úr skólanum okkar og hvatti til jákvæðra samskipta. Einnig var fjallað um málefnið í öllum hópum með umsjónarkennara í heimastofum.

Foreldrar fengu einnig senda í tölvupósti eineltisáætlun skólans og eru hvattir til að vera í góðum samskiptum við skólann til að fyrirbyggja einelti.

 

Meðfylgjandi mynd er af sáttmálanum.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 7. nóvember 2016

Jákvćđara samfélag fyrir alla

Stöndum saman gegn einelti
Stöndum saman gegn einelti

Menntamálastofnun vekur athygli á því að 8. nóvember ár hvert er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu og er dagurinn nú haldinn í sjötta sinn.  Skólar, félags- og frístundamiðstöðvar, vinnustaðir og landsmenn allir eru hvattir til að hugleiða hvernig við getum stuðlað að jákvæðara samfélagi fyrir alla. Hægt er að minna á daginn með táknrænum hætti og beina umræðunni að einelti og afleiðingum þess í samfélaginu.

 

Vert er að rifja upp að árið 2011 undirrituðu fulltrúar stjórnvalda, sveitarfélaga, félagasamtaka og opinberra stofnana þjóðarsáttmála gegn einelti og lýstu þar með vilja sínum til að leggja þessu málefni lið. Ef þú hefur ekki undirritað þjóðarsáttmálann ertu hvattur til að gera það, en með undirritun skuldbindur þú þig til að leggja þessu þarfa málefni lið og stuðla að jákvæðum samskiptum. Sáttmálinn er á vefsíðu fagráðs eineltismála í grunnskólum gegneinelti.is

 

Allt of mörgum líður illa vegna eineltis og staðreyndin er sú að einelti getur eyðilagt líf og tekið líf. Einelti er þjóðfélagsmein og það er samfélagsskylda okkar að stuðla að því að uppræta það. Einelti þrífst alls staðar þar sem það er látið afskiptalaust. Ef við verðum vör við einelti, leggjum þá okkar framlag á vogarskálarnar, grípum inn í og gerum okkar besta til að beina málinu í réttan farveg. Eitt mikilvægasta vopnið í baráttunni gegn einelti er að samþykkja ekki þöggun.

 

Við í Grunnskólanum á Þingeyri ætlum að ræða einelti og afleiðingar þess þennan dag ásamt því að skrifa undir skólasáttmála þess efnis að við ætlum að stuðla að jákvæðum samskiptum og efla samheldni.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | ţriđjudagurinn 1. nóvember 2016

Vettvangsferđ

Mánudaginn 31.október fór Meiriháttar miðstig á Ísafjörð í vettvangsferð í Hafró

Tekið var vel á móti okkur og okkur sagt frá hvaða starf færi þar fram.

Ýmislegt var að sjá og skoða td. Hin ýmsu sjávardýr, bein tennur, kvarnir og fl.

Við fengum einnig að fylgjast með neðansjávarmyndavél , þar sem við sáum hina ýmsu furðufiska og gróður hafsins.

Einnig fengum við að fylgjast með krufningu fiska eins og Sólkola og Hlýra þar sem okkur var sýnt hvernig hægt er að aldursgreina fiska og athuga hvort það er hrygna eða hængur.

Eftir heimsóknina þökkuðum við kærlega fyrir okkur og fórum í Gamla bakaríið og fengum okkur smá kruðerí. Þetta var sannarlega góður dagur.

 

 

( Þau sem tóku á móti okkur í Hafró eru Anna Ragnheiður, Arnar og Hjalti

Arnar er sá sem er að kryfja fiskana. ) Anna Ragnheiður og arnar eru rannsóknarmenn og Hjalti er útibússtjóri.)

 

Takk Edda Björk

« 2017 »
« Október »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón