Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 13. mars 2023

Til hamingju nemendur í G.Þ.

Hvolpasveit bjargar páskum á Þingeyri (yngsta stig)
Hvolpasveit bjargar páskum á Þingeyri (yngsta stig)
1 af 7

Sl. fimmtudag var árshátíð skólans haldin í Félagsheimilinu á Þingeyri. Í ár var "lítil" árshátíð þar sem hvert stig setti upp sína eigin sýningu. Yngsta stig lék frumsamið leikrit um hina úrræðagóðu Hvolpasveit. Mið stig sýndi frumsamið leikverk um hin margrómaða Stígvélaða kött. Elsta stig setti metnaðinn í botn og sýndi hið bráðskemmtilega leikrit Mama Mía. 

Ekki má gleyma yndislegum söng barnanna á Laufási en þau sungu knúslagið og Komdu kisan mín á morgunsýningunni.

 

Starfsfólk skólans óskar öllum nemendum til hamingju með sína frammistöðu. Margir fóru algjörlega út fyrir sinn þægindaramma. Nemendur sungu, bættu sig í framsögn, töluðu hátt/hærra og sumir settu mikla tilfinningu í hlutverk sitt sem gerði afraksturinn að enn meiri sigri. Heldur betur er hægt er að tengja gildi skólans: Gleði, ábyrgð, samheldni og virðingu við vinnu að árshátíðinni en það var gríðarlega gaman að sýna gestum árshátíðarinnar afrakstur þessarar vinnu.

Takk allir fyrir komuna.

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón