Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 11. september 2012

Sundnámskeið í 1.-2. bekk

 

Sundkennsla í fyrsta og öðrum bekk fer fram í sundnámskeiðum. Fyrsta námskeiðið byrjar þriðjudaginn 11. september og stendur yfir í þrjár vikur. Nemendur fara í sundtíma á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum.  Meðan á námskeiðinu stendur geta nemendur geymt sundföt í Íþróttamiðstöð.  Séð verður um að þau geti gengið að þeim þurrum fyrir hvern sundtíma.  Um þetta hafa foreldrar val, en nemendur losna við að bera sundfatanað milli heimilis og skóla og skóla og íþróttamiðstöðvar. 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 31. ágúst 2012

Göngu- og útivistarvika 3.-6. sept.

Í næstu viku, 3.-6. september verður lögð áhersla á göngu- og útiveru í skólanum. Kennarar munu fara út með nemendum, ýmist til að nálgast námsefnið á annan hátt, kynna sér umhverfið og náttúruna og/eða til að bregða á leik.

Mikilvægt er því að nemendur komi vel klæddir í skólann og tilbúnir til að vera utandyra hluta skóladagsins.

Sérstakur göngudagur verður þriðjudaginn 4. september hjá öllum nemendum skólans. Farið verður strax að morgni. Þá eru fyrirhugaðar eftirfarandi gönguferðir:

  • 1.- 4. bekkur gengur um Grófir (ofan við spennustöð) og Brekkuháls
  • 5.- 7. bekkur gengur á Mýrarfell
  • 8.-10. bekkur gengur á Arnarnúp                                                 

Ef ekki viðrar til gönguferða á tilsettum degi verður reynt aftur næsta dag o.s. frv. Ef útlit er tvísýnt um veður göngudaginn mun ákvörðun liggja fyrir í skólanum snemma morguns og foreldrum því óhætt að hringja og fá upplýsingar.

Óskað er eftir því að foreldra taki þátt í göngudeginum með okkur og aðstoði við að ferja nemendur til og frá göngustað. Vinsamlegast hafið samband við umsjónarkennara í því sambandi.

 

Það sem gott er að hafa í huga við undirbúning gönguferða:

  1. Hafa léttan bakpoka
  2. Vera í góðum skóm
  3. Að vera vel klæddur (gallabuxur ekki góðar í gönguferðum) hafa húfu, vettlinga og létt regnföt 
  4. Hafa gott nesti, samloku, drykk og vatnsbrúsa

Miðað er við að allir hópar verði komnir úr göngferðunum milli kl. 12:00 – 12:30. Eftir að allir hafa borðar hádegismat lýkur skóladegi nemenda.

Athugið:

Þar sem íþróttamannvirki verða lokuð alla næstu viku, þar með talin búnings- og baðaðstaða, verður engin sund- eða íþróttakennsla í næstu viku, en í íþróttatímum verður útivera hjá nemendum í staðinn.

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 31. ágúst 2012

Reykjasnúðarnir stóðust væntingar

Skólabúðasnúður:)
Skólabúðasnúður:)

Nemendur í 6-7 bekk koma heim seinnipartinn í dag. Reykjaskóla snúðarnir brögðuðust vel í
gærkvöldi og stóðust væntingar nemenda frá sögusögnum fyrri nemenda sem dvalið hafa í skólabúðunum. Stóra hárgreiðslukeppnin og diskó var í gærkveldi og nemendur skemmtu sér konunglega og væru til í að vera aðra viku að Reykjum. Myndir verða settar inn seinna úr ferðinni.

Uppskrift að Skólabúðarsnúðum:


540 gr hveiti
45 gr sykur
7 gr salt
15 gr
þurrger
45 gr olía
3 dl volgt vatn.

Þurrefnin sett í skál og
blandað saman. vökvinn settur út í og blandað saman.
Látið hefast í volgu
vatnsbaði með stykki yfir sér í 20 mín.
Nú er hveiti sáldrað á borðið og
deigið hnoðað og svo flatt út.

Ég dreifi kanilsykri yfir og rulla svo upp
og sker svo í bita ca. 1.5 til 2 cm bita. snúðarnir aftur látnir hefast í 30
mín
og svo bakaðir í ofninum 180 °c í ca. 20 mín eða þar til þeir eru fallega
brúnir. Mér finnst minna betra en meira en smekkur manna er
misjafn.

Glassúr :
3.5 dl flórsykur
1 msk kakó
4 msk vatn (lagað kaffi)
2 msk brætt smjörlíki.

 

 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 29. ágúst 2012

Útivist í stað íþrótta- og sundtíma

Kría að verja varp sitt (Mynd E.H)
Kría að verja varp sitt (Mynd E.H)

Íþróttamiðstöðin er lokuð þessa viku og næstu. Nemendur þurfa því ekki að hafa með sér sérstakan fatnað og handklæði í þá tíma í stundatöflu. Þessir tímar verða nýttir í útivist og þurfa nemendur því að vera klæddir eftir veðri. Farið verður í leiki, gönguferðir og fleira skemmtilegt.

 

Bestu kveðjur

Gunnlaugur og Erna

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 28. ágúst 2012

6.-7. bekkur í skólabúðum að Reykjum í Hrútafirði

Morgunhressir nemendur í skólabúðum
Morgunhressir nemendur í skólabúðum

Nemendur í 6.-7. bekk fóru í skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði á mánudagsmorgun ásamt Sonju umsjónarkennara sínum. Skólastarfið sem þau taka þátt í þessa fyrstu daga verður því mjög óhefðbundnið þar sem þau dvelja saman á heimavist ásamt fleiri nemendum úr öðrum skólum. Nemendur taka þátt í fjölbreyttri stöðvavinnu, vettvangsferðum úti í náttúrinn, halda kvöldvökur og fl. Krakkarnir og Sonja biðja ægilega vel að heilsa og meðfylgjandi þessari frétt fylgir mynd af hópnum síðan í morgun.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 22. ágúst 2012

G.Þ var settur í dag á sal skólans

Séð úr miðju stofunni (miðstig) yfir í yrstu þar sem elsta stigið á heimastofu
Séð úr miðju stofunni (miðstig) yfir í yrstu þar sem elsta stigið á heimastofu
1 af 3

Grunnskólinn á Þingeyri var settur í dag á sal skólans þar sem skólastjóri og kennarar tóku á móti nemendum og foreldrum/forráðamönnum þeirra. Nemendur á skólaárinu 2012-2013 verða 38 talsins. Tveir nýjir nemendur hefja skólagöngu í fyrsta bekk og bjóðum við þau Andreu og Ástvald hjartanlega velkomin í skólann. Nokkrar breytingar verða á skólastarfinu en opnað hefur verið á milli þriggja stofa í "nýju" byggingunni og þar munu allir nemendur skólans eiga "heimastofu". Kennarar munu vinna meira saman við skipulagningu skólastarfsins í teymum og stýra kennslunni í átt til einstaklingsmiðunar (að hver og einn fái verkefni við sitt hæfi). Fimmtudagurinn 23. ágúst verður "Foreldradagur" þar sem nemendur mæta með sínum forráðamönnum og hitta sína umsjónarkennara til að fara yfir áætlanir og markmið. Fyrsti kennsludagur verður föstudaginn 24. ágúst samkvæmt stundaskrá.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 30. júlí 2012

Skólastarf hefst miðvikudaginn 22. ágúst kl. 10

Grunnskólinn á Þingeyri verður settur 22. ágúst. Innkaupalista fyrir skólaárið 2012-2013 má nálgst undir Innkaupalistar

hér til hliðar og velja þann bekk sem við á. Einnig er hægt að líta á Skóladagatal 2012-2013 til að kynna sér mikilvægar dagsetningar og gróft skipulag skólaársins.

Góðar stundir Laughing

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 5. júní 2012

Skólaslit 1.júní

1.-2. bekkur við útskrift
1.-2. bekkur við útskrift
1 af 7

Nemendur voru útskrifaðir við hátíðlega athöfn í Þingeyrarkirkju föstudaginn 1. júní. Nemendur stóðu sig með miklum sóma og hlaut Patrekur Ísak Steinarsson viðurkenningu fyrir námsárangur í 10. bekk og Ævar Höskuldsson fyrir árangur í dönsku. Eftir útskrift var kaffisala Kvenfélagsins Vonar í félagsheimilinu og sýning listmuna og verka nemenda í skólanum.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 31. maí 2012

Vorgleði

Nemendur lentir á Hrafnseyri
Nemendur lentir á Hrafnseyri
1 af 3

Miðvikudaginn 30. maí var sameiginleg vorgleði Grunnskólans og Leikskólans Laufás. Farið var með rútum til Hrafnseyrar þar sem Valdimar staðarhaldari tók á móti okkur og sagði okkur frá staðnum, höfðingum á Vestfjörðum og svo Jóni forseta. Einnig var hann búinn að útbúa spruningar sem nemendur spreyttu sig á og leituðu svara við á safninu. Veðurblíðan var eins og best var á kosið og nemendur og starfsfólk skólans áttu notalega stund saman úti í sólinni. Burstabærinn var vinsæll hjá nemendum sem og stóra brekkan fyrir ofan hann. Dagurinn endaði niður á víkingasvæði þar sem foreldrafélög beggja skólanna tóku á móti okkur með grilluðum, gómsætum hamborgurum. Á víkingasvæðinu var svo brugðið á leik með fallhlíf og andlitsmálun.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 29. maí 2012

Grænn dagur í G.Þ.

Nemendur í gróðursetningu
Nemendur í gróðursetningu
1 af 3

Dagurinn byrjaði á því að nemendur og starfsmenn skólans horfðu á stuttmyndina "Skógurinn og við" sem fjallar um hversu mikilvægt það er fyrir jörðina og lífverur hennar að hafa tré og skóga. Því næst var haldið til gróðursetningar í skólareitinn og settar voru niður um 120 birkiplöntur. Einnig unnu nemendur að fegrun umhverfis skólans og týndu rusl, hreinsuðu beð og runna, sópuðu og rökuðu. Veðrið var eins og best var á kosið og sennilegt að einhverjir þurfi að bera á sig "after sun" eftir útiveruna. Dagurinn endaði með pylsu-grill- partýi í sólinni á hreinni skólalóðinni.

« 2025 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón