Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | ţriđjudagurinn 29. maí 2012

Grćnn dagur í G.Ţ.

Nemendur í gróđursetningu
Nemendur í gróđursetningu
1 af 3

Dagurinn byrjaði á því að nemendur og starfsmenn skólans horfðu á stuttmyndina "Skógurinn og við" sem fjallar um hversu mikilvægt það er fyrir jörðina og lífverur hennar að hafa tré og skóga. Því næst var haldið til gróðursetningar í skólareitinn og settar voru niður um 120 birkiplöntur. Einnig unnu nemendur að fegrun umhverfis skólans og týndu rusl, hreinsuðu beð og runna, sópuðu og rökuðu. Veðrið var eins og best var á kosið og sennilegt að einhverjir þurfi að bera á sig "after sun" eftir útiveruna. Dagurinn endaði með pylsu-grill- partýi í sólinni á hreinni skólalóðinni.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | laugardagurinn 26. maí 2012

Skipulag síđustu skóladaga voriđ 2012

Þriðjudagur 29. maí

Grænn dagur                                                            

Nemendur mæta kl. 08:10 til síns umsjónarkennara. Farið verður yfir skipulag dagsins og sýnd stuttmynd ,,Skógurinn og við“. Síðan taka nemendur til hendinni við að gróðursetja í skólareitinn og snyrta umhverfi skólans. Allir vinna að verkefnum úti og verða því að koma klæddireftir veðri. Nemendur hafi með sér fernudrykki og meðlæti í morgunnesti sem snætt verður úti. Í hádegi verður öllum boðið upp á grillaðar pylsur og safa. Foreldrar eru hvattir til að koma og taka þátt. Grillað verður

kl. 12:00. Skólabíll fer klukkan.12.30.   


Miðvikudagur 30. maí – ferð að Hrafnseyri                                                                        

Þessi dagur er skipulagður af Leik- og Grunnskólanum og foreldrafélögum beggja skólanna. Nemendur Grunnskólans mæti kl. 08:10 að morgni til síns umsjónarkennara og að því loknu verður haldið að Hrafnseyri í rútum. Þar tekur staðarhaldari á móti hópnum og kynnir okkur staðinn og sögu hans. Nemendum koma klæddir eftir veðri og hafa með sér fernudrykki og meðlæti. Í hádegi grillum við ásamt Leikskólanum á Víkingasvæðinu frá kl. 11:30 og förum í leiki. Foreldrum er velkomið að vera með okkur þegar grillað verður. Skólabíll fer heim með nemendur kl.12:30 frá Víkingasvæðinu.   


Fimmtudagur 31. maí  – starfsdagur kennara – frídagur hjá nemendum.


Föstudagur 1. júní - skólaslit í Þingeyrarkirkju kl. 14.00 – sýning á munum nemenda                                                                                                       

Skólaslit fara fram í Þingeyrarkirkju  kl.14:00 -15:00. Eftir skólaslit verður Kvenfélagið með sína margrómuðu kaffisölu í
Félagsheimilinu til kl. 18:00. Jafnframt verður sýning á verkefnum og munum sem nemendur sem hafa unnið í verk- og listgreinum í vetur. Sýningin verður opin milli kl. 15:00 og 17:00. Óskað eftir því að nemendur komi og taki sína muni milli kl. 17:00 – 18:00. Athugið að ekki er gert ráð fyrir að munir verði fjarlægðir af sýningu fyrr en henni lýkur kl. 17:00.                                                             

Starfsfólk Grunnskólans á Þingeyri þakkar foreldrum og nemendum samstarfið á skólaárinu og óskar ykkur öllum ánægjulegs sumars. 

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miđvikudagurinn 16. maí 2012

Samverustund "Á sal"

Nemendur í 3.-4. bekk sýna tónlistaratriđi međ eigin hljóđfćrasmíđ
Nemendur í 3.-4. bekk sýna tónlistaratriđi međ eigin hljóđfćrasmíđ "Á sal"
1 af 2

Í vetur hafa nemendur í öllum hópum hist "á sal" síðasta tíman á föstudögum einu sinni í mánuði. Markmið samverunnar er að allir í skólasamfélaginu eigi reglulega ánægjulega samverustund í skólanum. Nemendur fá einnig tækifæri til að flytja þar fjölbreytt efni fyrir hvort annað. Ýmisleg viðfangsefni hafa verið teikin fyrir "á sal" s.s. teflt, spilað félagsvist, bingó, jólabíó, fengið til okkar gesti og margt fleira. Síðast liðinn föstudag var nýja heimasíðan opnuð formlega og nemendur í 1.-2. bekk og 3.-5. bekk spiluðu á hljóðfæri sem þau hafa verið að búa til í tónmenntatímum og sungu með af mikilli gleði og innlifun.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 30. apríl 2012

Viđburđir í maí

Viðburðir á næstunni :


Maí :

  • Þriðjudagur  8. maí         Skyndihjálparnámskeið hjá 10. bekk í Holti í Önundarfirði  kl.09:00
  • Fimmtudagur 10. maí     Fundur með foreldrum í skólanum kl. 17:30 – 18:40
  • Þriðjudagur 15. maí       Fundur um foreldrafærni kl. 15:00 – að byrja í skóla
  •  Miðvikudagur 16. maí   Sýning frá Brúðuleikhúsinu í skólanum kl. 12:30, fyrir nem. í 1.-5. bekk
  • Miðvikudagur 23. maí    Danmerkurferð nemenda í 10. bekk hefst – koma heim 27. maí
  • Þriðjudagur 29. maí      Grænn dagur
  • Miðvikudagur 30. maí    Vorgleði með Leikskólanum – foreldrafélagið sér um skipulag

Júní :

  • Föstudagurinn 1. júní    Skólaslit í kirkjunni  kl.14.00. Kaffi í Félagsheimilinu og sýning á munum nemenda í skólanum   strax eftir skólaslit til kl. 17:00.                
Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miđvikudagurinn 25. apríl 2012

Voriđ, umhverfisdagurinn og fl.

Vorið er nú loks komið og sólin farin að láta sjá sig oftar sem gerir skólabraginn léttari. Í dag kíktu m.a. nemendur í 6.-7. bekk út í sólina í tilefni "Degi umhverfisins" og týndu rusl í kringum skólann og nánasta umhverfi. Ekki var annað að sjá en að verkefnið gladdi vegfarendur sem brostu og veifuðu nemendum. Sumir stoppuðu og hrósuðu þeim fyrir frábært framtak. Nánari upplýsingar um "Dag umhverfisins" má finna á eftirfarandi slóð: http://www.umhverfisraduneyti.is/dagurumhverfisins 

 

Minnum á að þriðjudaginn 1. maí er Frídagur verkamanna og frí í skólanum. Framundan er svo undirbúningur fyrir námsmat að vori sem hefst 15. maí og því farið að síga á seinni enda þessa skólaárs.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 2. apríl 2012

Árshátíđ G.Ţ.

Árshátíð Grunnskólans var haldin í gær með tveimur leiksýningum þ.e. morgunsýningu þar sem leikskólinn Laufás var með skemmtileg söngatriði hins vegar og kvöldsýningu annars vegar. Nemendahóparnir fjórir auk leiklistarvals sýndu frumsamin leikrit og söngleik. Útskriftar árgangur nýtur góðs af sýningum en ágóði þeirra rennur í ferðasjóð þeirra og ætlunin er að fara til Kaupmannahafnar í maí. Þessir nemendur stóðu sig vel og komu að undirbúningi hátíðarinnar og sáu um kynningar á atriðum. Nemendur sýndu að þeim er margt til lista lagt og ekki að sjá annað en gestir sýninganna skemmtu sér konugnlega.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 2. apríl 2012

Árshátíđ G.Ţ.

Árshátíð Grunnskólans var haldin í gær með tveimur leiksýningum þ.e. morgunsýningu þar sem leikskólinn Laufás var með skemmtileg söngatriði hins vegar og kvöldsýningu annars vegar. Nemendahóparnir fjórir auk leiklistarvals sýndu frumsamin leikrit og söngleik. Útskriftar árgangur nýtur góðs af sýningum en ágóði þeirra rennur í ferðasjóð þeirra og ætlunin er að fara til Kaupmannahafnar í maí. Þessir nemendur stóðu sig vel og komu að undirbúningi hátíðarinnar og sáu um kynningar á atriðum. Nemendur sýndu að þeim er margt til lista lagt og ekki að sjá annað en gestir sýninganna skemmtu sér konugnlega.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 2. apríl 2012

Árshátíđ G.Ţ.

Árshátíð Grunnskólans var haldin í gær með tveimur leiksýningum þ.e. morgunsýningu þar sem leikskólinn Laufás var með skemmtileg söngatriði hins vegar og kvöldsýningu annars vegar. Nemendahóparnir fjórir auk leiklistarvals sýndu frumsamin leikrit og söngleik. Útskriftar árgangur nýtur góðs af sýningum en ágóði þeirra rennur í ferðasjóð þeirra og ætlunin er að fara til Kaupmannahafnar í maí. Þessir nemendur stóðu sig vel og komu að undirbúningi hátíðarinnar og sáu um kynningar á atriðum. Nemendur sýndu að þeim er margt til lista lagt og ekki að sjá annað en gestir sýninganna skemmtu sér konugnlega.

Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miđvikudagurinn 28. mars 2012

Árshátíđ Grunnskólans á Ţingeyri 2012

Árshátíðarsýningar nemenda verða í Félagsheimilinu á Þingeyri


Fimmtudaginn 29. mars kl. 10.00 (morgunsýning)


Á morgunsýningu munu
börn af leikskólanum Laufási einnig skemmta.


Fimmtudaginn 29. mars kl. 19.30 (kvöldsýning)


Að vanda eru allir
velkomnir að koma og gleðjast með okkur
J 


Aðgangseyrir er kr. 600
fyrir 16 ára og eldri.   Dagskráin tekur
u.þ.b. 2 klst.                                                               Skólastjóri og kennarar

| föstudagurinn 23. mars 2012

Úrslit í stóru upplestrarkeppninni

Natalía les af innlifun
Natalía les af innlifun
1 af 2

Úrslit stóru upplestrarkeppninnar fóru fram í Hömrum á Ísafirði í gær, 22. mars, og áttum við 2 fulltrúa þar af þeim 12 lesurum sem þar voru saman komnir Smile. Það voru þau Natalía B. Snorradóttir og Michael Aron Einarsson. Það er skemmst frá því að segja að þau stóðu sig með prýði og Natalía gerði sér lítið fyrir og hlaut 2. sæti. Drengur að nafni Hákon frá Grunnskólanum á Ísafirði hlaut 3. sæti og Súðavíkurmær að nafni Alda Marín lenti í 1. sæti.

Krakkarnir lásu allir mjög vel og fagmannlega upp, bæði sögubút og ljóð og er það augljóst að sá undirbúningur sem fram fer í skólunum fyrir stóru upplestrarkeppnina ár hvert í 7. bekk, skilar sér margfalt til þeirra nemenda sem eru svo heppnir að fá að vera þátttakendur í því verkefni - og ekki síður til þeirra sem fá að njóta þess að hlusta. Wink

 

 

« 2024 »
« Júní »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón