Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 31. ágúst 2012

Reykjasnúðarnir stóðust væntingar

Skólabúðasnúður:)
Skólabúðasnúður:)

Nemendur í 6-7 bekk koma heim seinnipartinn í dag. Reykjaskóla snúðarnir brögðuðust vel í
gærkvöldi og stóðust væntingar nemenda frá sögusögnum fyrri nemenda sem dvalið hafa í skólabúðunum. Stóra hárgreiðslukeppnin og diskó var í gærkveldi og nemendur skemmtu sér konunglega og væru til í að vera aðra viku að Reykjum. Myndir verða settar inn seinna úr ferðinni.

Uppskrift að Skólabúðarsnúðum:


540 gr hveiti
45 gr sykur
7 gr salt
15 gr
þurrger
45 gr olía
3 dl volgt vatn.

Þurrefnin sett í skál og
blandað saman. vökvinn settur út í og blandað saman.
Látið hefast í volgu
vatnsbaði með stykki yfir sér í 20 mín.
Nú er hveiti sáldrað á borðið og
deigið hnoðað og svo flatt út.

Ég dreifi kanilsykri yfir og rulla svo upp
og sker svo í bita ca. 1.5 til 2 cm bita. snúðarnir aftur látnir hefast í 30
mín
og svo bakaðir í ofninum 180 °c í ca. 20 mín eða þar til þeir eru fallega
brúnir. Mér finnst minna betra en meira en smekkur manna er
misjafn.

Glassúr :
3.5 dl flórsykur
1 msk kakó
4 msk vatn (lagað kaffi)
2 msk brætt smjörlíki.

 

 

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón