Ólympíuhlaupið
Föstudaginn 14. september ætlum við að hlaupa Ólympíuhlaupið. Hlaupið verður ræst kl. 10:15 frá kirkjunni. Allir fá ávexti eftir hlaup og fara svo í sund. Skóli samkvæmt stundatöflu eftir hádegi. Allir þurfa að koma með eða vera í íþróttafötum sem henta vel í útihlaup og hafa meðferðis sundföt og handklæði.
Vegalegndirnar eru 2,5 km fyrir yngstu nemendurnar
5 km og 10 km fyrir mið,-og elstastig (val)
Óskir um vegalengdir er einnig hægt að ræða og semja um við Ernu (einstaklingsmiðun)
Nemendur sem ætla 10 km mega hlusta á tónlist á meðan þeir hlaupa kjósi þeir það og þurfa að hlaupa í vestum.
Allir eru velkomnir til að taka þátt í þessum viðburði með okkur, börnin á Laufás taka þátt
Eitt helsta markmið skólahlaupsins er að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.Nánar má lesa um skólahlaupið á vef Í.S.Í. http://www.isi.is/fraedsla/olympiuhlaup-isi/