Enginn dagur eins í skólastarfinu
Mig langaði að deila því með ykkur hvað það er gaman að vera kennari. Alltaf líf og fjör og enginn dagur eins. Smá sýnishorn af deginum okkar í dag, sem er "bara venjulegur miðvikudagur". Við fengum japanska stúlku til að kenna origami-gerð og þar fór fram þvílík sköpun. Einnig erum við með danskan gestakennara í tvær vikur sem talar dönsku "hele tiden" og nemendur og kennarar spjalla við hana án mikilla erfiðleika Í dag var einnig á dagskrá áhugasvið, textílmennt, heimilisfræði, hönnun og smíði, dans OG kjarnagreinar (ísl. og stæ.) Unglingastigið endaði svo daginn á valgrein sem var sjósund. Allir stóðu sig eins og hetjur og það var bros á hverju andliti Þetta var smá samantekt af deginum í Grunnskólanum á Þingeyri