Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 16. september 2014
Yngsta stig í gönguvikunni
Í gönguvikunni héldu allir hópar á fjöll og yngsta stig gekk á "öxl". Nemendum var keyrt inn að spennistöð inn að Skeiði. Þar héldu nemendur upp á hrygginn sem er á milli Brekkuháls og Brekkuhorns. Þar er útsýni ægifagurt og allir voru kampakátir með ferðina. Veðrið var milt og gott og lánaðist ferðin mjög vel.
Krakkarnir týndu ber sem þau borðuðu saman í heimilisfræðitímanum daginn eftir og fóru í ýmsa leiki á toppnum:) "Toppurinn" mældist 180 m yfir sjávarmáli.