Vorið, umhverfisdagurinn og fl.
Vorið er nú loks komið og sólin farin að láta sjá sig oftar sem gerir skólabraginn léttari. Í dag kíktu m.a. nemendur í 6.-7. bekk út í sólina í tilefni "Degi umhverfisins" og týndu rusl í kringum skólann og nánasta umhverfi. Ekki var annað að sjá en að verkefnið gladdi vegfarendur sem brostu og veifuðu nemendum. Sumir stoppuðu og hrósuðu þeim fyrir frábært framtak. Nánari upplýsingar um "Dag umhverfisins" má finna á eftirfarandi slóð: http://www.umhverfisraduneyti.is/dagurumhverfisins
Minnum á að þriðjudaginn 1. maí er Frídagur verkamanna og frí í skólanum. Framundan er svo undirbúningur fyrir námsmat að vori sem hefst 15. maí og því farið að síga á seinni enda þessa skólaárs.