Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 1. desember 2015
Venus, Júpiter og Mars sjást á morgunhimni í desember
Krakkarnir í Grunnskólanum á Þingeyri nýta stundum frímínúturnar í stjörnuskoðun. Og gaman að segja frá því að Venus, Júpiter og Mars sjást á morgunhimni í desember. Krakkarnir í G.Þ. eru svo heppnir að hafa Nonna með sér úti sem fræðir þau um stjörnurnar og kennir þeim á stjörnukíkirinn sem skólinn á. Á myndinni sjást áhugasamir nemendur kíkja á Venus sem sást greinileg á mánudagsmorgun.