Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 19. janúar 2015

Vegleg gjöf frá Höfrungi

Skólastjóri tekur við bókargjöfinni, yngsti meðlimur Höfrungs
Skólastjóri tekur við bókargjöfinni, yngsti meðlimur Höfrungs "afhenti" gjöfina :)
1 af 3

Föstudaginn 16. janúar fékk skólinn skemmtilega heimsókn frá fulltrúum Íþróttafélagsins Höfrungs. Formaður félagsins Sigmundur F. Þórðarson og meðstjórnandi Guðrún Snæbjörg Sigþórsdóttir ásamt yngsta meðlimi félagsins honum Sigþóri Örn Jörgensen færðu skólanum að gjöf nokkur eintök af bókinni Leikræn tjáning eftir Elfar Loga Hannesson. Bókin inniheldur fjölbreytar æfingar sem nýtast í kennslu í leikrænni tjáningu fyrir alla aldurshópa. Ásamt bókinni fylgir leiklistarnámskeið sem Elfar Logi höfundur bókarinnar mun koma og stýra fyrir alla nemendur skólans. Gjöfin er gefin skólanum í tilefni 110 ára afmælis Höfrungs 4. desember sl. Við þökkum þeim kærlega fyrir veglega gjöf og falleg orð til nemenda, kennara og skólans.

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón