| föstudagurinn 23. mars 2012

Úrslit í stóru upplestrarkeppninni

Natalía les af innlifun
Natalía les af innlifun
1 af 2

Úrslit stóru upplestrarkeppninnar fóru fram í Hömrum á Ísafirði í gær, 22. mars, og áttum við 2 fulltrúa þar af þeim 12 lesurum sem þar voru saman komnir Smile. Það voru þau Natalía B. Snorradóttir og Michael Aron Einarsson. Það er skemmst frá því að segja að þau stóðu sig með prýði og Natalía gerði sér lítið fyrir og hlaut 2. sæti. Drengur að nafni Hákon frá Grunnskólanum á Ísafirði hlaut 3. sæti og Súðavíkurmær að nafni Alda Marín lenti í 1. sæti.

Krakkarnir lásu allir mjög vel og fagmannlega upp, bæði sögubút og ljóð og er það augljóst að sá undirbúningur sem fram fer í skólunum fyrir stóru upplestrarkeppnina ár hvert í 7. bekk, skilar sér margfalt til þeirra nemenda sem eru svo heppnir að fá að vera þátttakendur í því verkefni - og ekki síður til þeirra sem fá að njóta þess að hlusta. Wink

 

 

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón