Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 5. október 2020
Upplýsingar varðandi Covid
Nú er alls staðar verið að herða sóttvarnir, eftirfarandi þætti verðum við í skólunum að hafa í huga:
- Minnum stöðugt á 1 metra regluna á milli fullorðinna.
- Við berum ábyrgð á okkar persónulegu sóttvörnum og aukum þrif.
- Allir fullorðnir sem í skólana koma spritti hendur við komu og noti grímu verði ekki hægt að virða fjarlægðarmörk.
- Foreldrar leikskólabarna komi eingöngu í fataklefa (minnum á spritt á veggnum þegar þið komið inn).
- Skólaþjónustan mun halda áfram þannig að hver starfsmaður fari eingöngu í einn skóla á dag.
- Ekki er grímuskylda í vinnu með börnum, kennarar geta valið að bera grímu í kennslu með elstu nemendunum
- Fundir verði fjarfundir þar sem því verður við komið og grímuskylda er á fundum ef rými eru lítil og ekki hægt að virða fjarlægðarmörk.
- Mælst er til þess að starfsfólk fari ekki á landsvæði þar sem nýgengi smita er hátt nema brýna nauðsyn beri til.
Með sóttvarnar kveðjum
Starfsfólk Heilsuleikskólans Laufás og Grunnskólans á Þingeyri