Undirbúningur árshátíðar G.Þ
Árshátíðar undirbúningur er nú í fullum gangi hjá nemendum G.Þ. Hver hópur er að æfa eitt stykki auk leiklistarval hópsins sem er að æfa frumsamið leikrit. Þannig að alls verða fimm stykki sett á svið og sýnd á árshátíð nemenda þann 29. mars næstkomandi. Skipulagið verður með sama sniði og undanfarin ár þ.e. morgunsýning kl. 10 um morgunin þar sem leikskólinn Laufás stígur á svið og boðið upp á ávexti í hléi annars vegar og hins vegar kvöldsýning kl. 19:30 með sjoppu í hléi sem 10. bekkur sér um. Það er því fjör um þessar mundir í skólanum, nemendur að setja lokahönd á undirbúning, finna sér búninga, hanna leikmuni,læra "rulluna" sína og margt fl. Lögð er áhersla á að hver og einn fái hlutverk við sitt hæfi og hafi gaman að öllu saman. Einnig má geta þess að nemendur í 9.-10. bekk hafa hannað og búið til auglýsingar um árshátíðina.