Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | fimmtudagurinn 22. febrúar 2018

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk

Bjarni, Jovina og Davíð eftir að keppni var lokið og beðið eftir úrslitunum.
Bjarni, Jovina og Davíð eftir að keppni var lokið og beðið eftir úrslitunum.
1 af 2

Í dag, fimmtudaginn 22. febrúar var haldin undankeppni í "litlu skólunum" fyrir Stóru upplestrarkeppnina sem verður haldin í Hömrum 13. mars n.k. Það fyrirkomulag hefur verið undanfarin ár, að haldin er sameiginleg undankeppni grunnskólanna á Þingeyri, Suðureyri og Flateyri. 2 - 3 keppendur eru valdir úr hópi lesara úr þeim skólum til þess að taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni ásamt Ísfirðinum, Súðvíkingum og Bolvíkingum.
     Að þessu sinni var keppnin haldin á Suðureyri. Lesarar voru alls 11 úr þessum þremur skólum. Við hér í G.Þ. áttum 3 lesara, þau Bjarna Viktor, Davíð Navi og Jovinu Maríönnu, sem stóðu sig með stakri prýði - eins og allir lesarar gerðu reyndar. Þriggja manna dómnefnd komst að þeirri niðurstöðu að lesararnir 3 sem færu fyrir hönd þessara skóla væru Svanfríður Guðný Þorleifsdóttir og Stefán Chiaophuang bæði frá Grunnskólanum á Suðureyri og Sylvía Jónsdóttir frá Grunnskóla Önundarfjarðar.
     Við óskum þeim að sjálfsögðu til hamingju og þökkum fyrir góða og skemmtilega keppni.

 

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón