Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 10. febrúar 2015

Tími þorrans

Nemendaráð með
Nemendaráð með "Hal og snót" 2015
1 af 6

Stormur og Þorri eru nú sennilega nánir bræður hér á Íslandi og undanfarna daga hafa þeir haft mikið að segja. Frostið er farið að bíta aftur og hver stormviðvörunin hljómar í fréttum viðtækja okkar. Við í skólanum látum það ekki á okkur fá og erum í óðaönn að undirbúa okkur fyrir lok vetrarannarinnar sem er nú í lok febrúar. Eftir það gerum við okkur klár í vorönnina sem byrjar á árshátíðarundirbúning og fleira tilheyrandi. Hér til hliðar má sjá myndir frá Þorrablóti G.Þ. sem haldið var á bóndadaginn sl. Halur og snót blótsins voru Sigurður Þorkell Vignir og Ásrós Helga. Allir skemmtu sér konunglega, borðuðu þorramat, tóku þátt í leikjum sem nemendaráðið sá um að skipuleggja og dönsuðu eftir blótið. Einnig reyndu flestir nemendur við að botna fyrriparta sem var mjög skemmtilegt og margir ágætis botnar urðu til.

 

Harðfisk, smjör og hangið ket

hef á mínum bakka

punginn upp í munninn set

bara til að smakka.

 

Kennarar og krakkar allir

kætast hér á góðri stund.

Sumar stundir þó mamma kalli

á lítinn svartan sætan hund.

 

Hillum bæði "hal" og "snót"

að hætti snjallra krakka.

Förum hér á mannamót

opnum þorrabakka.

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón