Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 22. janúar 2014
Þorrablót Grunnskólans á Þingeyri
Nú líður senn að föstudeginum 24. janúar og þá höldum við okkar árlega þorrablót með hefðbundnu sniði. Þorrablótið hefst kl 17:00 og lýkur kl 20:00. Það kostar 250 krónur á nemenda. Nemendaráð sér að mestu um skipulagningu en starfsfólk skólans verður með sitt árlega skemmtiatriði ásamt atriðum frá nemendum á elstastigi og miðstigi. Að venju koma nemendur með þorramat að heiman og allir sem einn mæta með góða skapið og við höfum gaman saman.