Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 14. nóvember 2018

Þemadagar 14.-16. nóvember

Myndvinnsla á yngsta stigi
Myndvinnsla á yngsta stigi
1 af 3

Í dag miðvikudaginn 14. nóvember hófust þemadagar í skólanum. Hefðbundið skólastarf er brotið upp þessa skóladaga. Þemað á þessu skólaári er “Heimurinn okkar-áhugaverðir staðir”. Yngsta stig vinnur með Ísland, mið stig vinnur með Evrópu og elsta stig Ástralíu. 

Á degi íslenskrar tungu er foreldrum og velunnurum skólans boðið að koma í skólann að sjá afrakstur þema vinnunnar kl. 13-14.

 

Síðasti danstíminn var í dag en Eva “dans” hefur verið hjá okkur sl. 10 miðvikudaga og kennt öllum hópum dans. Allir nemendur komu fram á skóladanssýningu í dag sem endaði á hópdans nemenda og starfsfólks. Þetta var frábær stund, TAKK Eva og TAKK kæru nemendur fyrir að vera með og hafa gaman af þessu.

 

Það verða íþróttir á þemadögum, því þarf íþróttataska að fylgja með á fimmtudaginn.

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón