Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | ţriđjudagurinn 19. nóvember 2013

Sundlaugin tóm

"Ekki gott ađ stinga sér til sunds í tóma laug"
1 af 2

Skólasund fellur niður vegna viðhalds í sundlauginni vikuna 20.-22. nóvember. En þessi vika er skemmtilega stutt vegna vetrarfrís og starfsdags kennara. Hægt er að fara í sturtu og því falla skólaíþróttir ekki niður. Einnig minnum við á að íþróttir utan skóla falla ekki niður þó að vatnið vanti í sundlaugina. Það verður því körfuboltaæfing kl. 17:00 á morgun miðvikudag eins og venjulega. Grunnþjálfun/íþróttaskóli kl. 14:30 á fimmtudaginn fyrir yngstastig og svo fótbolti, yngri kl. 17:00 og eldri kl.18:00.

 

Stefnt er á að dæla vatni aftur í laugina fyrir helgi og ætti hún þá að vera orðin heit og notaleg mánudaginn 25. nóv. Ef lauginn verður orðin heit á sunnudag verður byrjað að hleypa ofan í, þannig að það er um að gera að fylgjast með fyrir þá sem verða farnir að sakna þess að stinga sér ofan í en sunnudaginn 24. nóvember verður afmælismót Magnúsar Guðmundssonar í Boccia haldið í íþróttahúsinu og hefst mótið kl. 12:30.

 

Vonum að þið hafið átt gott vetrarfrí Smile

« 2019 »
« September »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón