Starfsdagur 14. október og bleikur dagur
Fimmtudaginn 14. október er starfsdagur í skólanum. Þann dag hugar starfsfólk að innra mati, innleiðingu leiðsagnarnáms og undirbýr kennslu. Nemendur eru í fríi þennan dag.
Föstudaginn 15. október verður bleikur dagur. Nýskipað nemendaráð ætlar að bjóða upp á bleika andlitsmálningu í fyrsta tímanum. Það verða bleikar breytingar um allan skólann og nemendur og starfsfólk hvatt til að mæta í einhverju bleiku og þeir sem vilja eru hvattir til að koma í bleiku frá toppi til táar. Bleikur dagur og bleikur október er vitundar vakning gegn krabbameini hjá kí um. Við tökum þátt til að sýna stuðning og samstöðu. Nemendaráðið hvetur alla til að mæta með góða skapið og í einhverju bleiku eins og áður sagði. Hér má lesa meira um bleikan október og verkefnið bleika slaufan.