Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 20. mars 2015

Sólmyrkvinn

"Hver er maðurinn/konan?" Horft í gegnum rafsuðugler
1 af 7

Í dag 20. mars var almyrkvi. Þetta var seinasti almyrkvi á sólu sem sést frá Evrópu til 12. ágúst 2026 og nýttum við því tækifærið hér í Grunnskólanum á Þingeyri til að gera okkur glaðari dag og bjóða til okkar gestum og gangandi til fylgjast með þessum stórmerkilega viðburði. Jón Sigurðsson okkar hér í skólanum er einn af félögum Stjörnufræðifélags Seltjarnarnes sem gáfu einmitt öllum nemendum í grunnskólum landsins sérstök gleraugu til að fylgjast með myrkvanum. Við nutum góðs af áhuga Jóns hér á Þingeyri þar sem hann sá um að stilla upp alvöru græjum til að fylgjast með myrkvanum og smita okkur af áhuga. Veðurútlit var sem best var á kosið og ekki hægt að segja annað að viðburðurinn hafi verið gleðilegur og krakkarnir eigi eftir að muna eftir honum þegar þau upplifa hann næst árið 2026. Nemendur í 10. bekk yljuðu okkur svo með súkkulaðisopa, kringlum og kleinum.

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón