| þriðjudagurinn 3. desember 2019

Skreytingardagur o.fl.

1 af 4

Eins og ávallt er nóg um að vera í skólastarfinu. Á fimmtudaginn var fóru nemendur 3.- 5.bekkar yfir á Ísafjörð og sáu Djáknann á Myrká. Á föstudaginn fór Kristín Harpa ásamt Helga með nemendur í 1. -7. bekk og grilluðu brauð, sjá myndir, en við erum svo lánsöm að Kristín Harpa er byrjuð að vera með okkur einu sinni í viku með útikennslu. Í gær, mánudag, fóru nemendur á yngsta stigi, ásamt nemendum leikskólans í Kómedíuleikhúsið og fengu að gægjast inn í leikhúsheiminn, auk þess sem Leppalúði leit við. Samkvæmt venju fóru allir nemendur á sal, þar sem kveikt var á Spádómskertinu og jólasöngvar sungnir. 

Á morgun, miðvikudag, er skreytingardagur hjá okkur. Nemendum verður skipt í hópa, sem fara á stöðvar og vinna að verkefnum sem tengjast jólunum, ýmis konar skraut búið til og það hengt upp. 

 

 

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón