Skreytingardagur o.fl.
Eins og ávallt er nóg um að vera í skólastarfinu. Á fimmtudaginn var fóru nemendur 3.- 5.bekkar yfir á Ísafjörð og sáu Djáknann á Myrká. Á föstudaginn fór Kristín Harpa ásamt Helga með nemendur í 1. -7. bekk og grilluðu brauð, sjá myndir, en við erum svo lánsöm að Kristín Harpa er byrjuð að vera með okkur einu sinni í viku með útikennslu. Í gær, mánudag, fóru nemendur á yngsta stigi, ásamt nemendum leikskólans í Kómedíuleikhúsið og fengu að gægjast inn í leikhúsheiminn, auk þess sem Leppalúði leit við. Samkvæmt venju fóru allir nemendur á sal, þar sem kveikt var á Spádómskertinu og jólasöngvar sungnir.
Á morgun, miðvikudag, er skreytingardagur hjá okkur. Nemendum verður skipt í hópa, sem fara á stöðvar og vinna að verkefnum sem tengjast jólunum, ýmis konar skraut búið til og það hengt upp.