Skólasetning skólaárið 2018-19
Grunnskólinn á Þingeyri verður settur á sal skólans fimmtudaginn 23. ágúst kl. 10. Eftir setningu hitta nemendur og foreldrar umsjónarkennara í sínum heimastofum. Nemendur fá stundatöflur og skráningar í mötuneyti og fleira fara fram. Eftir setninguna eru foreldraviðtöl þar sem hver nemandi, foreldrar og kennarar fara saman yfir áherslur og markmið.
Það er hægt að panta sér tíma í foreldraviðtöl á mentor.is
Ef þið eruð búin að gleyma lykilorði fyrir aðgang á mentor smellið þið á „Innskráningu“ og í framhaldinu „Gleymt lykilorð“. Ef þú ert skráður sem aðstandandi hjá skólanum og með rétt netfang skráð þar, ættir þú að fá tölvupóst sem gefur þér frekari upplýsingar um innskráningu. Ef það er ekki raunin þarftu að hafa samband við skólann og biðja um að þú sért skráð/ur inn og rétt netfang fylgi með
Skóladagatalið er hér til hliðar. Við hvetjum ykkur til að skoða það hér
Hlökkum til að sjá ykkur
Starfsfólk G.Þ.