Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 19. ágúst 2021

Skólasetning 2021

Skólinn verður settur 20. ágúst, hlökkum til að sjá sem flesta í foreldraviðtölunum (athugið ekki samkoma á sal vegna C-19)
Skólinn verður settur 20. ágúst, hlökkum til að sjá sem flesta í foreldraviðtölunum (athugið ekki samkoma á sal vegna C-19)

Kæru nemendur/foreldrar/forráðamenn

Föstudaginn 20. ágúst verður skólasetning Grunnskólans á Þingeyri með breyttu sniði þó.

Í stað þess að allir mæti á tilsettum tíma á sal á formlega skólasetningu mæta nemendur með foreldrum í foreldraviðtal til umsjónarkennara í sína heimastofu (sömu heimastofur og á síðasta skólaári). 

Í viðtölunum taka umsjónarkennarar á móti nemendum og foreldrum, farið verður yfir skólabyrjun, stundaskrár afhentar, markmið sett og fleira sem þarf að hafa í huga við upphaf skólans. 

 

Vegna stöðunnar á COVID er grímuskylda fyrir foreldra í viðtölum og biðjum við alla sem mæta í skólann að spritta hendur og gæta persónulegra sóttvarna.  Við tókum þessa ákvörðun með það í huga að koma til móts við alla sem að skólastarfinu koma til að auka líkur á því að allt gangi sem eðlilegast fyrir sig. 

Allt er að verða klárt varðandi praktísk atriði. Íþróttakennarinn kemur ekki fyrr en aðra vikuna í september alla leið frá Spáni og ætlar að búa á Þingeyri. Athugið að mötuneytið opnar ekki fyrir grunnskólanemendur fyrr en 1. september og þurfa nemendur að hafa með sér nesti út ágúst. Skóladagatal 2021-2022 er hér 

 

Alls verða nemdnur 36 í vetur, 3 þeirra eru nýjir (1. í fyrsta bekk, 1. í öðrum bekk og 1. í 6. bekk biðjum við samnemendur að taka sérstaklega vel á móti þeim). 

Hornsteinar skólastarfsins eru : Gleði- virðing- ábyrgð- samheldni

 

Hlökkum til 124. skólaárs Grunnskólans á Þingeyri

Starfsfólk G.Þ.

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón