Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | miđvikudagurinn 13. september 2017

Skólarútuferđ í Arnarfjörđ

Mynd frá sprengingu 13. september 2017 Mynd Steinar Jónasson tekin af Facebook
Mynd frá sprengingu 13. september 2017 Mynd Steinar Jónasson tekin af Facebook

Fimmtudaginn 14. september verður hátiðarsprenging í fyrirhuguðum Dýrafjarðargöngum kl. 16 Arnarfjarðar megin. Þar sem nemendur við Grunnskólann á Þingeyri minntu á nauðsyn þessa gangna á "grænum degi" fyrir 8 árum með því að hefja gröft inni í firði langar okkur til að vera viðstödd á þessum merku tímamótum í nafni G.Þ. og æskunnar.

 
Rúta fer frá skólanum kl. 15 fyrir nemendur og ef foreldrar vilja koma með er þeim velkomið að slást í för með okkur. Elsta stig verður enn í skólanum en aðrir þurfa að koma aftur þar sem þeirra skóladagur endar kl. 14
Endilega hvetjið nemendur til að mætaCool
« 2019 »
« Október »
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón