Skólahald frá 27. apríl
Samkvæmt nýjustu fréttum verður hertum aðgerðum aflétt frá og með 27. apríl næstkomandi. Mun þá skólahald vera með sama sniði og það var fyrir páska. Þ.e. nemendur yngsta stigs mæta kl 8:10 og eru til 12:10, þ.e. fara úr húsi þá, södd og sæl, eftir hádegismat og skemmtilegan morgun. Nemendur miðstigs mæta kl 12:40 og eru til 15:20. Athugið að þau, miðstig, munu EKKI borða í skólanum, en þau verða að koma með nesti eftir hádegi, en fá jafnframt ávöxt um tvöleytið, þ.e. þeir sem eru í áskrift.
Unglingastig verður eins og það hefur verið, en munu mæta í skólann kl 13:30, 8.bekkur, 14:20, 9.bekkur og 15:10, 10.bekkur, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag. Athugið þessa breytingu frá því sem var. En eftir sem áður notumst við, við netsamskipti og nemendur hitta kennara á Slack á morgnana kl 10:00-12:00, alla virka daga.
Mikilvægt er að allir virði tímann sem nemendur eiga að mæta, sem og að fara heim, til að koma í veg fyrir að hóparnir hittist.
Ekki er orðið ljóst hvað tekur við 4.maí, en ég mun halda ykkur upplýstum um leið og ég fæ nánari útlistun frá yfirvöldum.
Það verður frábært að fá aftur líf í húsið, þó svo með takmörkum sé. Munum samt eftir að fara varlega, og fara eftir fyrirmælum sóttvarnarlæknis, þetta er ekki búið.
Með bestu kveðju, Sonja Dröfn