Skólaferðalag o.fl.
Nú hefur skólahald verið með venjubundnum hætti frá 11. maí. Eða eins venjubundið og hægt er, svona á síðasta sprettinum. Mið- og yngsta stig hafa farið í hjólaferðir, miðstigið fór niður á bryggu að veiða, unglingarnir verið töluvert útivið. 10. bekkur skoðað MÍ og farið í heimsóknir á vinnustaði. Tilvonandi 1. bekkingar komið í heimsókn og fleira.
Á þriðjudaginn mun 10. bekkur fara í langþráð skólaferðalag. Ekki verður þó farið til Danmerkur að þessu sinni, heldur haldið til Hvolsvallar, þar sem farið verður í flóðasiglingu í Hvítá, kayak á Stokkseyri, "Zipline", farið í íshelli og margt fleira spennandi. Það verður þéttskipuð dagskrá og vonandi eiga allir eftir að njóta vel. Í það minnsta eru þeir aðstandendur/kennarar sem fara með, mjög spenntir :-)
Á föstudaginn er grænn dagur hjá okkur, þá mæta nemendur á hefðbundnum tíma, kl 8:10 en skóla lýkur hjá öllum kl 12:10.
Þriðjudaginn, 2. júní, er vordagur, en þá munum við fara til Súðavíkur í Raggagarð, skoða Melrakkasetrið og fleira. Áætlað er að nemendur séu komnir heim um 12:10, lagt verður af stað kl 8:15.
Á miðvikudeginum, 3. júní, er starfsdagur og fimmtudeginum, 4. júní, eru skólaslit. Skólaslitin verða væntanlega fremur óhefðbundin, vegna aðstæðna, en þið munum fá nánari upplýsingar þegar allt liggur fyrir.
Með bestu kveðju, Sonja Dröfn