Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 16. mars 2015

Skíðaferð

"Á skíðum skemmti ég mér trall alla lla"

Á morgun 17. mars á að halda í skíðaferð til Ísafjarðar. Samkvæmt veðurspá á veðrið að vera gott.
Við hvetjum alla til að mæta með HJÁLM og á það bæði við um kennara og nemendur.   Skíðaleiga er í boði, allur búnaður á 1500 kr stakir hlutir klossar, skór, bretti eða skíði 1.000 kr.
Aðgangur er frír, lyfturnar eru komnar í gang um kl 9:30
Snjóþotur og sleðar eru leyfð í byrjendalyftu.

Við leggjum af stað frá skólanum um 08:15 svo við verðum klár öll sem eitt áður en lyfturnar opna. Sveitin verður sótt á leiðinni fyrir fjörðinn.
Við tökum mjólk með fyrir nestistímann, þau sem eru í hádegismat fá hádegismat. Við byrjum að gefa hádegismat um kl 11:30. ásamt því að við tökum ávexti með okkur. Nemendur mega taka með sér drykki ef þau vilja. Svo er bara að vera klædd eftir veðri og muna að hafa góða skapið með sér eins og ávallt. Við áætlum að leggja af stað heim ekki seinna en 13:15. 

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón