Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | miðvikudagurinn 24. október 2018

Skáld í skólum, Bolungarvíkurhátíð og vetrarfrí

Hér hjá okkur í G.Þ. er sjaldan lognmolla, alltaf líf og fjör og nóg að gera.

Í morgun, miðvikudag, fór elsta stigið yfir á Flateyri þar sem elstu stig skólanna á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri hlýddu á þá félaga Kjartan Yngva og Snæbjörn segja frá bókaflokknum Þriggja heima sögu, en þar hafa þeir skapað furðuheim skáldsagna sem byggja á gömlum hugmyndum, m.a. úr Norrænni goðafræði. - Þetta er liðurinn "Skáld í skólum" sem er verkefni á landsvísu.

Á morgun, fimmtudag, fer síðan hin árlega Bolungarvíkurhátíð fram, en þar etja kappi unglingastig allra skólanna á norðanverðum Vestfjörðum í alls kyns íþróttagreinum og hafa gaman af.

Miðstig og yngsta stig eiga á meðan "hefðbundna skóladaga" með námi og leik.

Föstudaginn 26. og mánudaginn 29. okt er síðan vetrarfrí hjá okkur og við hittumst aftur hress og endurnærð þriðjudaginn 30. nóvember.

Ég vil nota þetta tækifæri og minna alla á, foreldra jafnt sem nemendur, að mikilvægt er að lesa þó við séum í vetrarfríi. Það gildir alltaf að lesa eigi a.m.k. 15 mín. á dag a.m.k 5 daga vikunnar, hvort sem er hefðbundinn skóladagur, vetrarfrí, jólafrí eða frí vegna ferðalaga. Korter er ekki mikið á dag..........en skiptir svo miklu máli upp á lesturinn í heildarsamhenginu.

Njótið samverunnar yfir löngu helgina,

kv. kennarar og annað starfsfólk G.Þ.

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón