Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | föstudagurinn 25. maí 2018

Síðustu dagarnir skipulag

Tómstund: Grilluðum Lovísubrauð í skóginum
Tómstund: Grilluðum Lovísubrauð í skóginum

Það er allt á fullu í skólanum þessa dagana. Nemendur eru að klára síðustu verkefnin sín og ekki hægt að segja annað en að það sé kominn "vorfílingur" í mannskapinn.

 

Nemendur fengu í morgun töskupóst um skipulag síðustu viku þar sem hefðir stýra för frekar en föst stundaskrá. ath. að það verða ekki íþróttir á mánudaginn (gleymdist að setja á blaðið). 

 

Mánudagurinn 28. maí: Nemendur vinna í hópum og fræðast um loftslagsmál og fleira. Söfnun áheita fyrir þá sem minna eiga sín í heiminum.

 

Þriðjudagurinn 29. maí: Gróðursetning, götumálun, ruslatínsla og fl.

 

Miðvikudagurinn 30. maí: Vordagurinn, útþrautir á Þingeyrarodda og grillaðir hamborgarar við sundlaugina. 

 

Fimmtudagurinn. 31. maí: Starfsdagur, nemendur frí, starfsmenn skólans verða við vinnu í skólanum.

 

Föstudagurinn 1. júní: Skólaslit í Þingeyrarkirkju kl. 16

 

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón