Síðustu dagarnir fyrir jólafrí
17. desember jólabíó
Nemendaráðið í samstarfi við kennara bjóða öllum nemendum í jólabíó „á sal“ kl. 8:10-9:30
Að öðru leyti er venjulegur skóli samkv. stundaskrá.
18. desember jólasund og jólamatur
Jólamatur mötuneytisins- þeir sem eru ekki í mat geta keypt máltíð á 500 kr. (nemendur koma með pening og greiða í skólanum).
Elsta,-og mið stig ætla í fatasund- þurfa að koma með hrein föt til að fara í sund.
Yngsta stig má hafa með sér dót í sund.
Að öðru leyti er venjulegur skóli samkv. stundaskrá.
19. desember „Litlu jólin“ kl. 10-12:10
Nemendur mæta í skólann kl. 10 spari klædd með jólalegt nesti (gos, safa, smákökur, sælgæti) og lítinn pakka í pakkaskiptin (gjöf sem kostar 500-1000 kr.). Endilega koma með lítið kerti til að búa til stemmningu upp í stofu.
Dansað verður í kringum jólatréð, hver veit nema jólasveinar kíki í heimsókn eftir notalega stund upp í heimastofu hvers og eins með sínum umsjónarkennara.