Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 6. apríl 2016
Samfélagsfræði, leiklist og sköpun í góða veðrinu
Veðrið er aldeilis búið að vera fallegt í vikunni og ekki hægt að segja annað en að "vorfílingurinn" sé farinn að kvikna í nemendum Grunnskólans á Þingeyri. Á mánudaginn nýttu nemendur á meiriháttar mið stigi blíðuna til að fara út og taka upp og leika þátt úr Snorra sögu. Nemendur eru að læra um Snorra Sturluson í samfélagsfræði og eru búin að vera fá sýn af uppvaxtarárum og ævintýralegu lífi hans og fólks á miðöldum. Nemendum var skipt upp í 2 hópa sem áttu að leika þátt úr sögu Snorra. Til þess styðjast nemendur við söguna og nota spjaldtölvur. Gaman og spennandi verður að sjá verkefnin