Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 12. nóvember 2024

Saman gegn einelti

Sáttmáli G.Þ. gegn einelti 2024-25
Sáttmáli G.Þ. gegn einelti 2024-25
1 af 5

8. nóvember er baráttudagur gegn einelti ár hvert. Í tilefni þess héldum við fund "á sal" þar sem við fórum saman yfir það hvað er einelti og hvernig hægt er að sporna við því. Dagur gegn einelti tengist 2. grein Barnasáttmálans um jafnræði og bann við mismunun. 

  • Börn eiga að njóta réttinda án tillits til kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana, ætternis, fötlunar, félagslegrar stöðu eða annarra aðstæðna þeirra ogstöðu.

  • Í 3. grein er svo fjallað um það sem er barninu fyrir bestu, að börn eiga að njóta verndar og umömmunar.

 

Eftir fundinn bjuggum við til sáttmála sem fellst í því að við samþykkjum ekki einelti í skólanum okkar. Nemendur stympluðu hendina sína á efni sem verður hengdt upp á vegg til að minna okkur á. Umsjónarkennarar héldu umræðum áfram og bekkjarsáttmáli skoðaður í námshópum.

 

Góðmennska er allrabesti ofurkrafturinn sem allir geta æft sig í.

Áætlun gegn einelti má finna hér (á heimasíðuskólans). Áæltunin var einnig send á foreldra og kennara í tölvupósti.

 

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón