Sæl eftir skíðadag
Það voru þreyttir en sælir nemendur sem fóru heim úr skólanum sl. mánudag en þá fóru nemendur og starfsfólk skólans á skíði á Skíðasvæði Ísafjarðar. Segja má að þetta hafi verið síðasti séns því snjórinn minnkar hratt í blíðunni þessa daga. Um 130 nemendur og kennarar voru saman á skíðum en dagurinn var sameiginlegur með Flateyri, Suðureyri og Bolungarvík. Enginn slasaðist, heldur skein gleðin úr hverju andliti sem brosti á móti sólinni annað hvort á sleðum, bretti eða skíðum. Við viljum þakka starfsfólki skíðasvæðisins fyrir frábæra þjónustu og hinum skólunum fyrir daginn. Stemmningin náðist á nokkrum myndum sem fylgja fréttinni ásamt myndbandi sem Jón tók saman af groprovél sem hægt er að skoða hér