Erna Höskuldsdóttir | miðvikudagurinn 8. júní 2016
Nýr kennari ráðinn á yngsta stig
Eins og fram kom á skólaslitunum mun Halla okkar feta á nýjar slóðir næsta vetur og annar kennari mun sjá um umsjónarkennslu á yngsta stigi næsta vetur. Halla hefur ráðið sig sem umsjónarkennir í Rimaskóla í Reykjavík og mun kenna nemendum í 1. bekk. Kristín Björk sem hefur leyst af sem leikskólastjóri á Laufási núna sl. vetur hefur verið ráðin sem umsjónarkennari á yngsta stigi í stað Höllu. Á yngsta stigi næsta vetur verða 1.-3. bekkur, alls 11 nemendur.
Við óskum þeim báðum til hamingju með nýju störfin og hlökkum til næsta skólaárs