Nóvember verður fullur af góðri dagskrá
Nú er enn ein vikan á enda. Er ekki sagt að tíminn fljúgi þegar gaman sé? Það á svo sannarlega við um okkur. Það er bara alltaf föstudagur!!! :-)
Í nóvember verður mikið um að vera. Má þar nefna foreldraviðtöl, þemadaga og lestrarátak.
Byrjum á foreldraviðtölunum. Þau verða í næstu viku. Umsjónarkennarar opna fyrir skráningar í viðtöl í dag og eru foreldrar hvattir til að bóka sig sem fyrst.
Þemadagar verða 14. 15. og 16. nóvember þar sem unnið verður að ákveðnu þema í skólanum og verður afraksturinn til sýnis á lokadeginum, þann 16. nóvember sem jafnframt er "dagur íslenskrar tungu". Þá hefst formlega undirbúningur fyrir "Stóru upplestrarkeppnina" sem er ár hvert í 7. bekk.
Lestrarátak verður síðan hjá okkur síðustu tvær vikurnar í nóvember - en við erum jú alltaf að þjálfa lestur alla daga, bæði í skólanum og heima. Því eins og við þreytumst aldrei á að segja: "Lestur er lykillinn"
Eigið góða helgi og njótið þessara dásamlegu vetrardaga sem við erum svo heppin að hafa (enn þá). :-)