Erna Höskuldsdóttir | laugardagurinn 20. september 2014
Norræna skólahlaupið
Fimmtudaginn 18. september hlupu nemendur G.Þ. Norræna skólahlaupið en hlaupið er fastur liður í skólastarfi skóla um allt land. Norræna skólahlaupið fór fyrst fram á Íslandi árið 1984, en allir grunnskólar á Norðurlöndunum geta tekið þátt í hlaupinu á hverju hausti. 32 nemendur skiluðu af sér saman 185 km (en það er meira heldur en til Ísafjarðar, til baka til Þingeyrar og aftur til Ísafjarðar). Eftir hlaupið fóru allir saman í sund.
Markmið hlaupsins er:
- Hvetja nemendur til þess að æfa hlaup og auka með því útiveru og hreyfingu
- Kynna og skýra nauðsyn þess að hreyfa sig, reyna á líkama sinn og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan