Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 3. febrúar 2014
Námsmatsdagar
Í dag hefjast námsmatsdagar að vetri sem þýðir að nemendur þreyta kannanir og skila af sér verkefnum sem metin eru til einkunna. Kennarar hafa sent með nemendum og/eða í tölvupósti til foreldra upplýsingar um skil og viðfangsefni fyrir hvern dag en námsmatsdögum lýkur 11. febrúar. 17. -19. febrúar eru svo foreldraviðtölin þar sem nemendur setja sér ný markmið fyrir vorönnina og fara yfir gengi á vetrarönn með umsjónarkennarar og foreldrum.
Hver er sinnar gæfusmiður
Gangi ykkur vel