| fimmtudagurinn 27. mars 2014
Menningar- og keppnisferð
Þá er fjörið byrjað og dagur tvö hafinn hjá unglingastigi í menningar- og keppnisferðinni. Í gær var farið snemma af stað og var stefnan tekin í rólegheitunum á Landnámssetrið í Borgarnesi. Eftir góða og ganglega skoðunarferð var haldið af stað í höfuborgina Reykjavík. Áfram var nóg að gera og endaði dagskráin á því að fara í leikhús á Engla alheimsins. Nú er dagur tvö hafinn og þá er keppnisdagur í skólahreysti. Nemendur hafa verið duglegir að æfa sig og eru því klárir í slaginn og óskum við þeim góðs gengis. Við bíðum eftir frekari fréttum að árangri og setjum það hér inn um leið og fréttir berast.