Litlu jólin, gleði, gleði, gleði
Litlu jólin eru á morgun 20. desember. Nemendur mæta kl.9:30 og skólabíllinn fer af stað um kl. 12. Það sem nemendur þurfa að hafa í huga fyrir þessa stund í skólanum áður en haldið er í jólaleyfi er:
- mæta í jólaskapi og betri fötum
- heimilt að hafa með sér jóla-sparinesti
- hafa með sér kerti og stjaka til að búa til notalegheit í stofunni
- taka með sér pakka í pakkaskiptin fyrir um 500 kr.
Dagskrá litlu jólanna hefst með stund í heimastofu með umsjónarkennara þar sem jólakortum er dreift, pakkaskipti og fleira sem gera stundina notalega. Allir nemendur koma svo saman á sal og dansað og sungið í kringum jólatréð og eins og nemendur vita þá er aldrei að vita nema óvæntir gestir renni á hljóðið.............
Litlu jólunum lýkur um kl.11:45 þegar nemendur hafa kvatt kennara sína
Mánudaginn 6.janúar hefst skólinn aftur eftir jólafrí. Nemendur mæta kl.10:00 samkvæmt stundatöflu.
Þriðjudaginn 7.janúar höldum við í hefðirnar og mætum í skólann kl.10:00 eftir að hafa sofið vel eftir ævintýri álfanna á þrettándanum.
Kennarar og starfsfólk Grunnskólans á Þingeyri óskar öllum gleðilegra jóla, friðar og farsældar á nýju ári.