Erna Höskuldsdóttir | þriðjudagurinn 19. desember 2017
Litlu jólin
Á morgunn miðvikudaginn 20. desember er komið að litlu jólunum í skólanum. Í dag borðuðu nemendur og starfsfólk skólans saman jólamat og ís og tilheyrandi í eftirmat. Þetta var notaleg stund og ánægjuleg.
Við hlökkum til að hitta alla með bros á vör í jólaskapi. Minnum á að það má koma með jólanammi, smákökur eða eitthvað annað gott á bragðið og drykk. Við kíkjum í jólakortin, höfum pakkaskipti, spilum og förum í leik. Skellum okkur svo niður "Á sal" og dönsum í kringum jólatréð sem unglingarnir skreyttu svo listavel í dag.