Jónína Hrönn Símonardóttir Jónína Hrönn Símonardóttir | ţriđjudagurinn 3. desember 2019

Lestrarátaki lokiđ

Lesum og lesum allt áriđ um kring
Lesum og lesum allt áriđ um kring

Nú er 2ja vikna formlegu "lestrarátaki" lokið og nemendur hafa svo sannarlega sýnt enn og aftur hvað í þeim býr.

Búið er að telja saman lesnar mínútur á mið- og elsta stigi, en þar sem mikil veikindi eru á yngsta stigi, er ekki búið að telja saman mínúturnar þar.

Gaman er að segja frá því að miðstigið las samanlagt 4118 mínútur, sem gera 68 1/2 klukkustund eða rúmlega 2 1/2 sólarhring. Þetta gerði miðstigið að stærðfræðidæmi og voru eiginlega hálf hissa á útkomunni :-)

Elsta stigið las samtals 3.997 mínútur, en þar eru líka færri hausar en á miðstiginu.

Það er alltaf skemmtilegt í lok "átaks" að leika sér með tölurnar, en niðurstaðan verður alltaf sú sama: Allir eru að leggja sig fram og gera sitt besta.

Nú er að hefjast 2ja vikna "stærðfræðiátak" sem verður aðallega fólgið í því að nemendur reikna alls konar dæmi í skóla og/eða heima og af því það er kominn desember verður jólastærðfræði kannski áberandi.

Góða skemmtun, kennararnir.

« 2022 »
« Maí »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón