Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 24. janúar 2019
Lestrarátak Ævars Vísindamanns
Við í skólanum erum nýbúin að klára lestrarátak hér í skólanum sem varði í tvær vikur og í þessari viku kláruðu flestir nemendur að þreyta lesferilspróf-ef ekki þá gera þeir það í næstu viku.
Okkur langar til að benda lestrarhestum á að í gangi er lestararátak Ævars Vísindamanns. Átakið hans hófst 1. janúar og stendur til 1. mars. Við erum búin að setja upp kassa fyrir lestararmiða hér í skólanum og prenta út lestrarmiða sem er hægt að fá á bókasafninu. Endilega verið með. Nánari upplýsingar er að finna á: https://www.visindamadur.com/
Lestur er lykillinn