Erna Höskuldsdóttir | fimmtudagurinn 10. september 2020
Lesfimi
Á degi læsis sem var á síðasta miðvikudag tóku nemendur á mið stigi fyrstu lesfimi prófin á þessu skólaári. Á næstu vikum verða prófin lögð fyrir aðra nemendur (fyrir lok septembermánaðar).
Lesfimi er staðlað próf fyrir nemendur í 1.-10. bekk grunnskóla. Prófin eru þrjú fyrir hvern árgang í tveimur útgáfum, alls 20 próf. Prófinu er ætlað að meta stöðu nemenda í nákvæmum raddlestri og framfarir innan árs og milli ára. Nánari upplýsingar um lesfimi má finna hér. Minnum á að hægt er að sjá niðurstöður á mentor.