Erna Höskuldsdóttir Erna Höskuldsdóttir | mánudagurinn 9. janúar 2017

Íþróttaskóli, hreystiæfingar, hjóla kraftur, fjölskyldutími og blak

1-2.bekkur í Boccia í íþróttahúsinu á Þingeyri
1-2.bekkur í Boccia í íþróttahúsinu á Þingeyri
1 af 2

Æfingar fyrir 1.-4. bekk og elstu börnin í leikskólanum hefjast í dag mánudaginn 9. janúar kl. 17:10-18:00.

Æfingar verða framvegis á mánudögum fram á vor 1x í viku  í umsjón Janne Kristiensen. HSV rukkar lágmarksgjald fyrir æfingarnar, nánari upplýsingar gefur Janne.

7.-10. bekk stendur enn til boða að mæta á þriðjudögum og fimmtudögum í hreystitíma kl. 17-18:30 í umsjón Ernu.  Körfuboltaþjálfari frá Vestra mætir hálfsmánaðarlega á fimmtudögum í þá tíma.

Hjólakraftur mun einnig halda áfram með sínar æfingar í umsjón Guðrúnar Snæbjargar og Sigmundar Fríðars. Hjólakraftur er á miðvikudögum kl. 16:30. Nánar auglýst á facebook og inni í skóla. Allir velkomnir en foreldrar þurfa að meta hvort yngri ráði við æfingarnar.

Minnum einnig á fjölskyldutíma Höfrungs á sunnudögum kl. 10-12 þar sem allir fá tækifæri til að nýta íþróttasalinn og efla áhuga á hollri hreyfingu og samveru.

Blakæfingar fyrir 7. bekk og eldri hefjast aftur þegar Thio mætir aftur eftir frí, þær eru á sunnudögum kl. 14-15:30. Áhugasamir geta rætt við Sigmund Fríðar og/eða Guðrúnu Snæbjörgu.

Með kveðju Íþróttafélagið Höfrungur

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Könnunin

Valdir tenglar

Vefumsjón